Heimili og skóli - 01.08.1952, Qupperneq 22
66
HEIMILI OG SKOLI
Jakob Kristinsson,
fyrrverandi fræðslumálastjóri,
sjötugur
Þann 13. maí síðastliðinn varð séra
Jakob Kristinsson sjötngur. Séra Jakob
hefur verið svo fyrirferðarmikill í
andlegu lífi þjóðarinnar hina síðustu
áratugi, og þá einnig á sviði uppeldis-
málanna, að mér þótti hlýða að geta
lians að nokkru hér í ritinu, þótt ég
liafi ekki borið gæfu til að kynnast
honum náið.
Ég sá séra Jakob fyrst fyrir tæpum
‘50 árum. Það var á kennaramóti í
Reykjavík. Hann hafði verið fenginn
til að flytja [rar erindi, og ég beið þess
með eftirvæntingu að sjá og heyra
þennan mann, því að ég hafði heyrt
látið mjög af gáfum Iians og mælsku.
Svo kom stundin. Það var tilkynnt, að
nú flytti séra Jakob Kristinsson er-
indi. í ræðustólinn steig nú hár og
grannur maður, fríður sýnum og göf-
ugmannlegur, en frábærlega yfirlætis-
laus og liógvær. Röddin var frekar lág
og þýð, en það var ómögulegt annað
en hlusta á hvert orð og hverja setn-
ingu, því að bæði var það, að allt var
mál hans meitlað og fagurt, en þó var
Iiitt ef til vill J^yngra á metunum, að
allt, sem hann sagði, kom auðsjáanlega
beint frá hjartanu og var vermt af ein-
hverri innri glóð. Hann náði algjöru
valdi á áheyrendunum þegar í byrjun
og hélt því til loka ræðunnar, sem var
þó nokkuð löng. Ég verð að segja það,
að þegar ég sá hann fyrst í ræðustóln-
um, bjóst ég ekki við ýkja miklu. Mér
virtist hann nærri [rví feimnislegur,
og þegar hann tók upp úr vasa sínum
svolítið blað úr lítilli vasablokk og
handlék það litla stund áður en hann
hóf mál sitt, var ég ekki meira en svo
trúaður á andríka ræðu, en sú skoðun
breyttist fljótt. En á þessu litla blaði
var öll ræðan, að svo miklu leyti sem
Iuin kom ekki beint frá hjartanu.
Hann talaði um hina eilífu leit
mannssálarinnar, leit að veraldlegum