Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 30

Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 30
74 HEIMILI OG SKÓLI um reglusemi og hegðun, reglusemi í ytra skilningi, reglusemi í bekknunr, í púltinu og skólatöskunni, reglusemi í skriflegum verkefnum. Þá gætum vér ef til vill smám saman komist hjá réttmætum ásökunum yfirboðara þeirra og húsbænda um, að þeir verði að strita við að kenna nýbyrjendum hitt og þetta, sem vér hefðum átt að hafa kennt þeim áður: undirstöðu- atriði reglusemi, stundvísi, vand- virkni og nákvæmni. Vér höfum einn- ig tækifæri til að annast hið hrein- líkamlega hjá nemendum vorunr, stjórn líkama og lima og vald yfir hreyfingum. Að því, sem mér er kunn- ast, heyrir það undir leikfimikennsl- una að stunda svonefndar látprýði- og kurteisisæfingar. Það er góð hug- mynd og lofsamleg, en mig grunar að þetta sé mjög vanrækt, að minnsta kosti höfum vér ekki orðið mikils árangurs varir í þessum efnum. Nú verður að taka þetta fastari tökum og af meiri alvöru, og ætti helzt að auka og herða á því. Hvers vegna mætti ekki taka nemendurna öðru hvoru inn í bekkinn sinn í stað leikfimisal- arins, og æfa þar „bekkjar-leikfimi“ í nokkuð öðrum skilningi en venjulega, láta nemendurna standa upp og setj- ast, ganga milli borðaraðanna, út og inn í stofuna, taka upp skóladót sitt, allt stillt og hávaðalaust, eins og frek- ast er unnt. Og auðvitað ætti að æfa þetta í venjulegum skólaklæðnaði, en ekki í leikfimiskóm og íþróttabúningi. Vér ættum einnig að beita meiri at- hygli og nákvæmni við tal nemenda og lestur. Talframburður hefur verið ótrúlega vanræktur hér hjá oss, og það er hryggðarefni að gera samanburð á málfari og lestri brezkra barna og vorra hér heima. Nú munu margir ef til vill óttast, að þetta verði alltof mikið mas og smámunasemi. Jæja, það verður ef- laust allerfitt í fyrstunni, en sé þetta tekið upp og framkvæmt með sam- kvæmri nákvæmni, mun það verða jafnvel minna mas (nöldur) en áður, sökum þess, að nemendur hafa þá til- einkað sér og tamið góðar venjur. Heppilegast væri sennilega, ef hægt reyndist, að ná raunverulegri sam- vinnu með nemendurna með aðstoð nemendaráðsins. Það mundi einnig fela nemendaráðunum visst hlutverk, en það virðist þau títt skorta. Nú get ég búist við, að sumir muni liugsa sem svo: Hann setur svei mér ekki uppeldisstarfi voru hátt markið. Vér eigum þó fyrst og fremst að þroska skapgerð nemendanna, auk þess að veita þeiin fræðslu og þekkingu og kenna þeim rétt vinnubrögð. Þetta er satt og rétt. En ég hef hér aðeins drep- ið á eitt atriði hlutverks vors, hið ytra, ef svo mætti segja, hinn sýnilega árangur af uppeldisstarfi voru, atriði, sem ég tel hafa verið sorglega vanrækt hér hjá oss. En þessi ytri hlið málsins er ekki án samhengis við þroskun skapgerðar- innar. Hér er ekki um að ræða inni- haldslausar umbúðir, heldur um að vanda sem bezt ytri umbúðir skap- gerðar-innihalds þess, sem oss er ætl- að að þroska. Og því ber að veita at- hygli, að hið ytra fas hefur áhrif inn ;i við á skapgerðina, og það gerir ann- ars einnig skortur þess. Börn, sem við- námslaust ryðjast upp í strætisvagn og fylla öll laus sæti, áður en fullorðið

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.