Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 33

Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 33
HEIMILI OG SKÓLI 77 hafa sjaldan legið saman upp frá því. Ég hef þó stöku sinnum mætt honum á götu í Reykjavík, og liandtak hans hefur þá jafnan verið hlýtt og traust. Freysteinn var prýðilegur kennari, það held ég að öllum hafi borið saman um, og íslenzkan var honum áreiðan- lega hjartfólginn kjörgripur, sem eng- inn blettur mátti falla á. Freysteinn Gunnarsson er fæddur 28. ágúst árið 1892 í Vola í Árnes- sýslu. Foreldrar hans voru Gunnar Jónsson, áður bóndi, og kona hans, Guðrún Guðbrandsdóttir frá Kols- holti. Freysteinn settist í Kennara- skólann og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1913. En hann mun hafa verið einn af þessum fátæku sveitapiltum, sem þráði menntun, meiri menntun. Því liélt hann námi áfram og tók stúdentspróf aðeins tveimur árum síð- ar, eða vorið 1915. En ekki var hann enn ánægður. Hann settist í guðfræði- deild Háskólans og tók kandídatspróf í guðfræði árið 1919. Veturinn 1920— 1921 stundaði hann framhaldsnám er- lendis, en haustið 1921 réðst hann kennari við Kennaraskóla íslands, og sagði nú eins og Pestalozzi: „Ég ætla að verða kennari.“ Þarna hafði liann fundið lífshlutverk. Þegar séra Magn- ús Helgason skólastjóri lét af störfum árið 1929, fyrir aldurs sakir, varð Freysteinn eftirmaður hans og liefur verið skólastjóri Kennaraskólans síðan. En Freysteinn gat orðið fleira en kenn- ari og skólastjóri. Góður klerkur gat hann orðið. Til þess skorti hann hvorki gáfur né áskapaðan virðuleik. Hann gat orðið skáld og rithöfundur, og hann gat orð- ið merkur vísindamaður á sviði mál- vísinda, svo að eitthvað sé nefnt. Sýnir þetta meðal annars gáfur Freysteins og fjölhæfni. Freysteinn hefur jafnan verið hinn mesti starfsmaður og liefur í tóm- stundum sínum annað hvort frum- samið eða þýtt, hvorki meira né minna en um 30 bækur. A þeim er þó enginn flaustursbragur, heldur bera þær allar rnerki vandvirkni og smekkvísi. Kunn- astar eru hinar merku kennslubækur hans: Dansk-íslenzka orðabókin, Ágrip af setningafræði, Ritreglur og Staf- setningarorðabókin. Á bak við allar þessar bækur liggur mikið starf. Þá hefur hann snúið á íslenzku Nonna-' bókunum svonefndu, eftir Jón Sveins- son, af hinni mestu snilld, og ýmsum fleiri bókum, meðal annars mörgum ágætum barna- og unglingabókum. Loks má geta þess, að Freysteinn er skáld gott, og árið 1935 kom út eftir hann kvæðabók með yndislega falleg- um lýriskum Ijóðum. Að öðru leyti iiefur lítt borið á Freysteini utan veggja Kennaraskólans. Hann er mað- ur hlédrægur og olnbogar sig hvergi fram. Þótt hann virðist í fljótu bragði vera mikill alvörumaður, og það er hann raunar, er hann þó mikill húmoristi, glettinn og glaður í sínum hópi, og vinsæll mun hann vera af öllum nemendum sínum fyrr og síðar. Kvæntur er hann Þorbjörgu Sig- mundsdóttur úr Reykjavík. Ég þakka þessum gamla kennara mínum görnul og góð kynni, svo og alla fræðsluna. Það er ekki hans sök, þótt minna hafi orðið úr lienni hjá mér en efni stóðu til. En þó man ég enn þessa vísu úr Hávamálum:

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.