Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 34

Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 34
78 HEIMILI OG SKÓLl KARI TRYGGVASON: GJAFIRNAR Veturinn 1925—26 stundaði ég nám í „eldri deild“ héraðsskólans á Laug- um. Þegar líða tók á veturinn, fór ég að kenna lasleika, sem ágerðist svo, að ég varð að mestu leyti rúmfastur fram til skólaloka. Eg átti marga ágæta vini í skólanum. Hergergið mitt varð }>ví eins konar samkomustaður fyrir vissan hóp nem- enda. Þarna var oft glatt á hjalla, en sjálf- sagt ekki að því skapi næðissamt fyrir sjúkling. En þess er nú gaman að minnast, að nokkrir af hinum kátu félögum mín- um eru nú orðnir þjóðkunnir menn, enda þótt nöfn þeirra verði ekki talin hér. Svo bar við nokkru fyrir skólaslitin, að til mín kom í heimsókn einkenni- legur gestur. Þetta var nágranni minn að heiman, ungur piltur, frá góðu, en fremur afskekktu heimili uppi á heiði. Þessi frændi minn kont þarna fær- andi hendi. Hann hafði veitt ágætan bleikjusilung í vatni nálægt bænum. Þennan silung lét hann sjóða og færði mér hann síðan í fötu alla leið norður í Laugaskóla. Pilturinn var veðurtekinn og ekki fyrirmannlegur í klæðaburði. Með öðrum orðum all-,,sveitalegur“, eins og kaupstaðafólkið segir stundum. Það var því ekki laust við, að ,,Laugameyjar“ brostu að gestinum og hinu kynlega erindi hans. Mér þótti vænt um heimsókn þessa frænda míns. Ég þekkti hann vel og vissi, að gjöf hans var gefin af heil- um hug. Að sjálfsögðu mun hann hafa vitað um veikindi mín, og hugsað sem svo, að nýmetið gæti orðið mér til góðs. Og hver veit nema svo hafi orðið? Að minnsta kosti er fullvíst, að ein- lægur vinarhugur fylgdi gjöfinni. Mörg ár liðu. Frændi minn af lieið- inni gekk í skóla og lærði margt. Að loknu menntaskólanámi fór liann í Háskólann í Kaupmannahöfn, en seinna lærði hann í Svíþjóð og Afhvarf mikið er til ills vinar, þótt á braut búi, en lil góðs vinar liSSÍa SaSnveSir> pótt hann sé fyrr farinn. Ég gat þess hér að framan, að leiðir okkar Freysteins hefðu lítt legið saman nú í tæp 30 ár, en ég bý þó enn að kynningunni við þennan góða kenn- ara og góða dreng, að því leyti liggja enn á milli okkar gagnvegir. Ég árna honum allra heilla og blessunar á sextugsafmælinu. Hannes J. Magnússon.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.