Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 39
HEIMILI OG SKÓLI
83
Hefur skólinn
gert skyldu sína?
Ég held að það sé óhætt að fullyrða það, að
eftir því sem hin siðferðilegu og menningarlegu
vandamál vaxa, vegna ýmiss konar öfugþróunar
menningarinnar, sé nú meir og meir litið til
skólanna í von um hjálp. En þó að aldrei megi
á því slaka, að heimilin eigi að vera höfuð-upp-
eldisstofnanir þjóðfélagsins, verður ekki frá því
komizt, að þar koma skólarnir í næstu röð. Þeir
geta því ekki og mega ekki flýja þær skyldur að
vera uppeldisstofnanir, og öll sú leit eftir nýj-
um og bættum aðferðum, sem skólinn verður
að haldá uppi í framtíðinni, verður því fyrst og
fremst að vera leit að sterkum, siðlegum og trúar-
legum grunni til að byggja allt uppeldið á, einn-
ig þekkingaruppeldið. Og þegar við spyrjum
okkur að því á hverju vori að loknum prófum,
hvort þetta barn hefði nú ekki getað fengið
ofurlítið hærri einkunn í reikningi, skrift eða
landafræði, ef betur hefði verið á haldið, meg-
um við ekki gleyma því, að ofar öllu þessu er
sá siðferðislegi og trúarlegi styrkur, sem okkur,
kann að hafa tekizt að gefa nemendum okkar í
veganestið.
Fyrir skömmu hélt Samband norskra kennslu-
kvenna 40 ára afmælishátíð. Við það tækifæri
flutti Kristine Harnæs ræðu og kom víða við.
Vegna þess, að ræða hennar getur minnt okkur
á ýmislegt í okkar landi og vakið hjá okkur
ýmsar surningar, sem gott er að reyna að svara,
verður birutr kafli úr þessari æðu, lauslegá þýdd-
ur úr Folkeskolen.
Ritstjórinn.
.... Myndirnar líða fram hjá. Við
nemum staðar við 9. apríl. Ég get ekki
annað en neínt þann dag og það, sem
á eftir kom. Margir munu ef til vill
segja, að það eigi ekki heima í hátíða-
ræðu — og þó, eins og heimurinn er í
dag, líkt og eldgýgur, sem getur
-sprungið þá og þegar.
9. apríl er svartasta blað sögu vorr-
ar, ef til vill einnig í sögu skólans. Við
getum ekki flúið frá ábyrgðinni á öll-
um þeim, sem fóru þá villtir vegar.
Ég minni á allar ungu stúlkurnar, sem
lentu í klóm Þjóðverjanna. Þær eru
okkur mikið og alvarlegt umhugsunar-
efni, ekki sízt okkur kennslukonun-
um. Ég hef að vísu ekki heyrt nema
eina rödd, sem opinberlega ákærði
skólann, en það var líka rödd, s'em tak-
andi er mark á, og á ég þar við yfir-
lækni Johan Scharffenberg. Hann
sagði í ræðu, er hann flutti, þegar
Noregur varð frjáls:
„Getur það verið, að skólinn hafi
gert skyldu sína, þegar svo margir
menn bregðast?“
Ég held, að hann hafi aldrei svarað
þessári spurningu sjálfur. Hann lét
okkur það eftir. En það er ekki auð-
velt. Við getum svarað því til, að starf
okkar sé í veikleika unnið, því að við
séum dauðlegir og ófullkomnir menn.
En það svar er ekki nægjanlegt. Mörg
stórvirki hafa verið unninn í heimin-
um af mönnum, sem voru engin and-
ands stórmenni, en höfðu hjartað á
réttum stað. Við gætum líka sagt, að
þeir hafi verið miklu færri, sem
brugðust, sem villtust, en þó of marg-
ir. En voru það aðeins smámennin —
undirmálsmennirnir? Ekki allt. Og
jafnvel þeir geta elskað heimili sín og
ættjörð og þekkt skyldur sínar. Nei —
spurningin kemur aftur: Höfum við