Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 44
88
HEIMILI OG SKÓLI
Frá Barnaskóla Húsavíkur
Barnaskólanum var slitið 30. apríl
síðastliðinn. 143 börn stunduðu nám
í skólanum s.l. vetur, í sex deildum. 15
börn luku barnaprófi. í skólaslitaræðu
sinni gat skólastjóri þess meðal ann-
ars, að Kvenfélag Húsavíkur hefði gef-
ið skólanum vönduð ljóslækninga-
tæki, skömmu eftir áramótin. Voru
þau tekin í notkun 18. febrúar og
starfrækt til skólaloka. Alls nutu 85
börn ljóslækninganna.
Skólinn tók upp þá nýbreytni í vet-
ur, að efna til skíðamóts, þar sem verð-
laun voru veitt fyrir beztan árangur.
Á þessu fyrsta verðlaunamóti skólans
voru veitt þrenn verðlaun (bækur) fyr-
ir beztan árangur samanlagðan. En
framvegis er ráðgert, að nemendur
keppi í fjórum flokkum, og þá veitt
þrenn verðlaun í hverjum flokki
(falleg, áletruð spjöld), og auk þeirra
litlir farandbikarar, eða skildir. Skól-
en vegir skiljast. Var samkoma þessi
haldin að þessu sinni að kvöldi síð-
asta prófdagsins, og sóttu hana allir
nemendur 6. bekkjar og allir kenn-
arar skólans. Eru samkomur þessar
alveg sérstaklega ánægjulegar bæði fyr-
ir kennara og nemendur.
Þann 12 maí hófst vorskólinn, með
430 börnum í 17 deildum. Til inn-
ritunar í 1. bekk komu rúmlega 160
börn, og lítur því út fyrir að börnum
fjölgi í skólanum um 40—50 á þessu
eina ári. Sama dag hófst einnig sund-
námskeið fyrir þau 10, II og 12 ára
börn, sem eigi hafa lokið sundprófi.
inn væntir, að þetta stuðli að aukn-
um áhuga barna og ungmenna hér
fyrir hinni hollu og fögru skíðaíþrótt,
sem enn er of lítið stunduð, bæði hér
og víðar.
Þá tók skólinn einnig upp þá ný-
breytni, að heilsa sumri með samkomu
í samkomuhúsinu. Skólastjóri flutti
ávarp, kórar skólans sungu mörg lög
og tíu börn lásu upp vor- og sumar-
ljóð. Síðan voru sýndar kvikmyndir
og dansað.
Eins og kunungt er, var hafin sund-
laugarbygging hér í Húsavík í ágúst
síðast liðið sumar. Skólabörn og kenn-
arar héldu tvær hlultaveltur í vetur
til styrktar {jví þarfa fyrirtæki. Alls
söfnuðust tæpar 3000 krónur.
Hinar venjulegu samkomur skól-
ans, sem haldnar eru um mánaðamót-
in febrúar og marz, til styrktar ferða-
sjóði barnanna, tókust vel og fengu
ágæta dóma.
Barnastúkan, sem starfrækt er af
öllum föstum kennurum skólans, og
sem nær öll börnin taka þátt í, starf-
aði vel í vetur, eins og undanfarið.
F'inn fjölsóttur foreldrafundur var
haldinn á vegum hennar.
— Að loknum skólaslitum, kl. 16,
var opnuð sýning á handavinnu, teikn-
ingum, skrift og vinnubókum nem-
enda. Var þar margt athyglisvert að
sjá. Sýningin var opin í tvo daga, eins
og undanfarin ár, og vel sótt að vanda.
Vorskólinn hófst 3. maí . Hann
sækja nú 76 börn. Sundnámskeið hófst
á Laugum 5. maí, og sækja það 27
börn frá Húsavík.