Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 46

Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 46
90 HEIMILI OG SKOLI sem blessast hefur, svo að af ber. Væri mitt starf fyrir andlega og siðferðilega ræktun eitthvað í áttina að árangri til, þótt eigi verði á bent, mætti ég vera ánægður. Eg hef dulda von í brjósti um það, en dirfist ekki að segja það. Góður guð veit það einn og skilur, hver er í raun og veru árangur af starfi mínu og þínu, og annarra slíkra, og hann er sá, er ávöxtinn gefur, þótt við máske ekki sjáum hann. Og eitt get ég örugglega sagt og gert mér grein fyrir nú, þegar h'ður að lok- um langrar leiðar: Guðs handleiðsla á mér í lífi og starfi, í blíðu og stríðu, í sorg og gleði, hefur mér oft — máske alltaf — verið mér auðsæ. — Og til þess er gott að vita. Og þá má út frá því álykta, að það, sem maður hefur viljað vinna af trúmennsku, en með veikum kröftum, verður ekki til ónýtis unnið, þótt oft sé erfitt að sjá árangur. Til hvers væri hann annars að leiða mann og viðhalda lífi og kröftum. . . .?“ Hér er af mikilli hógværð rætt um mál, sem okkur er öllum viðkvæmt: Uppskeruna af starfi voru að enduð- um degi. En sleppum öllum hátíðleg- um bollaleggingum um það. A hitt vildi ég aftur benda, að gott væri, ef við ættum meira — enn meira — af því hugarfari, sem fram kemur í þessum bréfkafla — grundvöllinn mikla: kristna lífsskoðun. Matthías segir ein- hvers staðar: „í vetrarhríð vaxinnar ævi gefst ei skjól nema guð.“ Og ef ég ætti aðeins eina ósk viðvíkjandi upp- eldi ftarna okkar og unglinga, þá held ég að hún yrði sú, að við ættum sem flest kristin heimili — vel kristin heimili, þar sem börnin mótast af kristnum fífsskoðunum og kristnum anda. Lagt upp i langa ferð. Nú er haustskólinn að hefjast. þá sjást miklar mannaferðir áleiðis til skólanna, sérstakfega í bæjum og: stærri kauptúnum. Þetta er fjarska lág- vaxið fólk, sem er að leggja upp í langa ferð. Sumir líta kannske björtum aug- um á tifveruna, en hinir eru þó til, sem eru ekki eins bjartsýnir og jafnvel kvíða fyrir þessum óendanfegu löngu vikum og mánuðum. Slík börn þurfa uppörvun. Engar hótanir um að barn- ið fari í tossabekk. Ekki liræða það á kennurunum eða neitt slíkt. Það gerir aðeins illt verra. Kjarklausu börnin þurfa á stöðugri uppörvun að halda. Það þarf að nota hvert tækifæri, sem gefst, tif að viðurkenna það, sem vel er gert, bæði heima og í skólanum. Það þarf að vekja hjá barninu sjálfs- traust, traust á skólanum og kennar- anum. Ótímabærar aðfinnslur seint og snemma veikja þetta sjálfstraust og gera barnið óhamingjusamt. Sálfræðingur einn gerði eitt sinn til- raun með pilt, og reyndi að telja hon- um trú um, að hann gæti ekki skrifað ‘nafnið sitt. Vegna þess að pilturinn skrifaði allvel, mun hann ekki hafa tekið þessa fullyrðingu sálfræðingsins alvarlega, endá bar fyrsta tilraun ná- lega engan árangur — sama. var að segja um aðra tilraun, en því fleiri sem tilraunirnar urðu, því meiri árangur. í stuttu máli sagt: Skriftin versnaði smátt og smátt, þar til hún varð algjör- lega ólæsileg. Pilturinn gat að lokum alls ekki skrifað nafnið sitt. Svona er máttur sefjunarinnar, hvort sem henni

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.