Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 48
92
HEIMILI OG SKÓLI
Gœzlumenn og embœtlismenn barnastúkunnar „Sarnúð" á Akureyri.
störf í tómstundum sínum. Eina end-
urgjaldið, sem þeir fá fyrir starf sitt,
er ánægjan að starfa með börnunum
og sú ánægja, er því fylgir ávallt að
vera sér þess meðvitandi að vinna gott
verk.
En hvað starfa börnin í barnastúk-
V ^
unum? I öllum barnastúkum eru
reglubundnir fundir yfir vetrarmán-
uðina, sem fara fram eftir vissu siða-
kerfi, og gefur það mörgum börnum
tækifæri til að taka þátt í stjórn og
störfum fundanna. Siun sjá um fjár-
málin og skrá inn í bækur livern eyri,
sem inn kemur í félagsgjöldum, önnur
rita í fundarbók allt, er gerist á fund-
unum o. s. frv. Þá fara fram einhver
skemmtiatriði á hverjum fundi og eru
þau oftast framkvæmd af börnunuin
sjálfum. A hverjum fundi er skipuð
nefnd til að sjá um skemmtiatriði
næsta fundar. Reynir þá á hugkvæmni
og dugnað hjá þeim, sem fyrir þessu er
trúað. Algengustu skemmtiatriði á
fundum eru smáleikir, upplestrar,
söngur eða hljóðfæraleikur. Á þann
hátt fá þeir, sem gæddir eru einhverj-
um listrænum hæfileikum, að njóta
sín. Er ekki óalgengt að þeir hæfileik-
ar komi einmitt fyrst fram í barna-
stúkustarfinu.
Víða hafa barnastúkurnar einnig
einhverja sumarstarfsemi. Er þá farið
í ferðalög eða unnið að garðrækt og
skógrækt. Undanfarin ár hefur Ungl-
ingareglan liaft námskeið í skógrækt
og blómarækt að Jaðri í Heiðmörk,
fyrir félaga úr barnastúkunum í
Reykjavík. Ungtemplararáð Reykja-
vífkur liefur séð um þessi námskeið.
Hafa biirnin dvalið í sumarbústað
Góðtemplarareglunnar að Jaðri viku-
tíma í 2—3 hópum. Vorið 1951 voru
70 þátttakendur í þessum námskeið-
um. Með þessu er unnið tvennt í einu:
Að fegra og prýða landið og gefa bæj-
arbörnunum kost á því að komast í
snertingu við hina lifandi náttúru.