Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 52

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 52
96 HEIMILI OG SKÓLl Bækur og rit Matreiðslubók. Heimili og skóla hefur borizt nýtt rit frá Náttúrulækningafélagi íslands, og er það hið 11. í röðinni af út- gáfubókum félagsins. Er þetta matreiðslu- bók, 94 blaðsíður að stærð, og skiptist í þessa kafla: Formáli — Irmgangur — Næringarefni fæðunnar — Er maðurinn kjötæta? — Ræktun, matreiðsla, geymsla — Nolfifæði — Waerlandsfæði — Fæði sjúklinga og ungbama — Megrunarfæði og fitandi fæði — Er dýrt að lifa á jurta- fæðu? — Sveitafæði — Uppskriftir — Næringartafla. Auk þessa eru nokkrar myndir. Eins og sjá má af heiti þessara kafla, kennir hér margra grasa, og hvaða skoðanir, sem menn annars hafa á nátt- úrulækningastefnunni, virðist það ómaks- ins vert að kaupa þessa bók og kynna ser hana. Hinn aldni og óþreytandi hugsjóna- maður, Jónas Kristjánsson læknir, skrifar stuttan formála fyrir bókinni. Blik, Ársrit Gagnfræðaskólans í Vest- mannaeyjum, hefur borizt Heimili og skóla. Þetta er allmikið rit og vandað að frágangi, prýtt mörgum myndum. Það hefst á grein eftir skólastjórann, Þorstein Víglimdsson, er hann nefnir Ferðaþættir frá Noregi, en þar dvaldi höfundurinn síð- astliðinn vetur. Þá skrifar Sigurður Finns- son, settur skólastjóri, stutta grein, er hann nefnir Skólamál. Þá er skýrsla Gagnfræðaskólans veturinn 1951—52. Þá kemur bálkur, sem nefnist: Þáttur nem- enda. Eru það ritgerðir, smásögur og frá- sagnir nemenda úr ýmsum bekkjum skól- ans. Einar H. Eiríksson skrifar ferðaþætti frá Danmörk. Loks kemur þáttur skáta. Þetta er 13. árgangur þessa ársrits, og væri gaman að fleiri skólar gætu gefið út slíkt hennar verður búið undir lífsbarátt- una, og það er á hennar valdi að gera grundvöllinn traustan. Fréttabréf um heilbrigðismál. rit, það gæti orðið merkileg heimild síðar meir. Foringjablaðið. Útgefandi Bandalag ís- lenzkra skáta. Hefti þetta flytur meðal annars grein, er nefnist Varðeldar og varðeldastjóm, eftir Sigm. R. Finnsson. Framhaldsgrein, er nefnist: Hvemig á ég að stjóma sveitinni minni. Ritstjómar- grein, er nefnist: Mót gamalla skáta o. m. fl. Ritstjóri er Franch Michelsen. H. J. M. Barnslegt traust Lítill drengur sat á húströppum í New York. Hann var tötralega til fara og leit út fyrir að vera hungraður, en þó bar svipur hans vott um einhverja ánægjulega eftirvæntingu. Vel búinn maður gekk fram hjá og spurði: „Eftir hverju ert þú að bíða hér?“ „Ég er að bíða eftir því, að guð komi og hjálpi mér,“ svaraði drengurinn. „Við hvað áttu með því?“ spurði mað- urinn undrandi. „Guð hefur tekið bæði pabba, mömmu og litla bróður til sín,“ mælti drengurinn. „Og mamma sagði, þegar hún var veik, að Guð faðir mxmdi sjá um mig. Ég á hvergi heima og enginn gefur mér að borða. Þess vegna sit ég hér. Og nú er ég lengi búinn að horfa til himins, til þess að vita, hvort Guð faðir kemur ekki og hjálpar mér. Heldurðu að hann komi ekki? Mamma hefur aldrei skrökvað að mér.“ „Jú, drengur minn,“ svaraði maðurinn klökkur. „Guð faðir hefur sent mig til að hjápa þér. Gleðibros lék um andlit litla drengsins. „Ég vissi það,“ mælti hann, „að mamma sagði satt. En ósköp varstu lengi á leið- inni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.