Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN 19 þeirra um lækningarmátt. Meðal lækna finnast líka mismunandi full- komnar, skurðglaðar „prototypur" fólki þessu til huggunar í trú sinni. Því miður hafa læknar ekki átt því láni að fagna að fá heilbrigöa gagnrýni og aðhald frá almenningi í starfi sínu. Gagnrýnin snýst venjulega í glórulaust kjaftæði og gróusagnir, og gusa þeir þá hæst, sem grynnst vaða. Fávísin, móðir hleypidómanna, sem hér um veldur, er afsprengi lélegrar og óhagnýtrar kennslu í þessum efnum í skólum landsins. Þar er troðið í börn og unglinga ýmsum f jarlægum sannind- um, t.d. að heilabrú sé hluti af miðtaugakerfi og að í maganum finmst efnahvati að nafni pepsin. Þetta fer ekki einungis fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, heldur fælir nemendur fr áþvi að kynna sér þaO, sem ekki er kennt en ætti að kennast: Algengir sjúkdómar og slys og með- ferð þeirra. Læknar eiga líka sök á fáfræðinni. Þeim gleymist oft að lækna sálina, þann hluta líkamans, sem alltaf tekur þátt í veikindum. Sálina má lækna m. a. með því að uppfræða sjúklinginn um sjúkdóm- inn og fá hann þannig til samstarfs, og er það stundum mikilsverðasta atriði lækningarinnar. Ekki eru allir sjúklingar fúsir til samstarfs. Sumir líta á lækn- ingastofuna eins og verzlun, þar sem þeir geta fengið það, sem þeir biðja um. Þeir gleyma alveg eigin hlutverki í lækningunni. Það kemur fyrir, að sjúklingur, sem étið hefur hestburð af lyfjum, hefur ekki hugmynd um hvað hann át eða til hvers, sjúklingur, sem skorinn hefur verið, ekki hugmynd um hvað eftir er af honum. Afstöðu af þessu tagi má læknir ekki ala á hjá sjúkhngum. Afskiptaleysi lækna hefur verið furðumikið um annað en það, sem lýtur að beinum samskiptum við sjúklinga. Þeir hafa sáralítið sinnt skipulagsmálum læknisþjónustunnar, byggingarmálum, bættum kosti lækningatækja, fjölgun á aðstoðarfólki við læknisstörf o. s. frv. Hefur þetta verið mest áberandi í læknishéruðunum úti um land, enda er læknisþjónusta þar víða komin niður fyrir frumstæðustu kröfur. Verður ekki annað séð, en að vandræðaástand það, sem undanfarin ár hefur ríkt þar, sé bein afleiðing þess, að ekkert hefur verið gert á undanförnum 20 til 30 árum fyrir læknisþjónustuna, nema skylda læknakandidata til starfa þar í æ lengri tíma. Heilbrigðisyfirvöldin bera hér mikla sök, en ekki síður héraðslæknar, sem þótzt hafa verið svo önnum kafnir við störf sín, að þeir hefðu ekki tíma til þess að athuga, hvað þeir væru að gera. En þeir læknar, sem láta sér það lvndr að starfa við lélegustu skilyrði 20 árum á eftir tímanum, vita harla lítið hvað þeir eru að gera. Það er varla til annasamt embætti úti um land, sem ekki hefur í þjónustu sinni einn til tvo hjálparmenn á skrifstofu. En héraðslæknar starfa ennþá víða í óhæfum húsakynnum án nokkurrar aðstoðar við störf sín. Af þeim er krafizt skýrslugerðar, en þeir hafa hvorki tæki til þess né tíma að gera henni góð skil. Auglióst er. að skvv,s1’',v«v.ð’n p~ lítils virði, ef sjúkraspjaldskrá lækna er í ólestri og aðstaða til sæmi- lega nákvæmrar sjúkdómsgreiningar ekki fyrir hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.