Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 56

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 56
56 LÆKNANEMINN okkur lækna að gera okkur grein fyrir lækningamsetti alcohols á æðakerfið, en láta ekki steinblinda templara og blindfulla róna vera einráða um al- menningsálitið á þessu dýrmæta efni. Fysiskar lækningar eru svo samflétt- aðar öðrum lækningum, að í dagl. starfi verður varla eftir því tekið, hvar fysi- urgiaendar og hvarmedicina ogkirurgia byrja. Fyrsta ráðið, sem við grípum til í fjölmörgum tilfellum eru bakstrar. Þann, sem ætlar að líða yfir, leggjum við nið- ur og lyftum fótum hans. Veikan lim immobiliserum við, en mobiliserum stirðan. Nefna má Schultzes sveiflur við dáfæðingu og löðrunginn við status hystericus. Þannig mætti telja lengi upp ráð, sem læknar grípa til í störfum sínum, án þess að hugsa út í, að þeir séu að framkvæma fysiurgi. Bn ég ætla að- eins að taka eitt dæmi enn. Hugsum okkur að við séum stödd þar, sem dreg- inn er á land maður, sem legið hefur um hríð í vatni. Hvað á nú til bragðs að taka? Pétur lyflæknir sezt á þúfu og fer að skrifa lyfseðil á latínu. Páll skurðlæknir fer að brýna kutann sinn og þvo sér um hendurnar. En Jón Jóns- son fer eitthvað að bjástra við mann- inn. Okkur, sem eru ófróðir um fysiskar lækningar, dettur helzt í hug af tilburð- um Jóns, að hann sé að særa önd hins drukknaða til baka í líkamann. En Jón er ekki að fremja andasæringar. Það er svo ástatt með þennan mann að frum- urnar í líkama hans eru óstarfhæfar í bili, vegna súrefnisskorts, en ekki dauð- ar. Nú er Jón að hjálpa frumunum til að ná í þetta súrefni, sem þeim er svo lífsnauðsynlegt. Við skulum nú hugsa okkur, að maðurinn hafi ekki verið meira drukknaður en svo, að Jón geti lifgað hann. Þá hefir Jóni tekizt með nokkrum viðeigandi handtökum eða and- gjöfum að gera það, sem Pétur hefði aldrei getað, þótt hann hefði hellt heilli lyfjabúð ofan í manninn og utan á, og Páli heldur ekki þótt hann hefði flatt hann eins og þorsk. Ég held, að þetta sé gott dæmi um veikindaástand, þar sem engin önnur lækning en fysiurgia kemur til greina. Þetta veröur að duga, en það væri áreiðanlega hægt að telja upp svo tugum skipti lasleika, sem eins er ástatt með. Til skamms tíma hefur verið stellað við þessa sjúkdóma með mixturum til einskis gagns, eða með skurðum til minna en einskis gagns. Nú skildi maður ætla, að móðir medi- cina (læknisfræðin) hefði glaðzt yfir nýjum liðsauka í baráttunni við sjúk- dómana. En síðan farið var að safna fysiskum lækningaaðferðum í kerfi, og farið að framkvæma fysiskar lækningar með þar til gerðum tækjum og sérlærðu starfsliði, þá bregður svo undarlega við, að margir læknar láta sér fátt um finn- ast, tala um fysiugi með góðlátlegu brosi, sýna fysiskum lækningum mót- þróa eða fullan fjandskap í verstu til- fellum. Þetta getur fengið útrás á hinn fáránlegastan hátt. Stundum lítur út fyrir, að þeir vilji leggja á sig að gera nærri hvaða vitleysu sem er til þess eins, að komast hjá því að senda sjúkl- inginn til sérfræðings í fysiurgi. Eins og ég minntist á hér að framan snúast fysiskar lækningar mikið um næringarástand vefja og líffæra. Manns- líkaminn er eins og jarðvegur, sem jurtir eiga að vaxa í, hann þarf að vera porös og gagndrepa af næringar- vökva. Bg leyfi mér nú að hverfa dá- lítið aftur I tímann til humoral kenn- ingarinnar, og tala hér aðeins um vökva, án þes að greina það í sundur í blóð, vefjavökva, frumuvökva og lymfu, því að í raun og veru er þetta allt sama súpan. Hringrás næringarvökvans í líkam- anum er í stórum dráttum þessi: Frá innyflunum til blóðsins, diffusion í gegnum capillerumveggina út í vefina. Frárennsli vefjanna, lymfan, berst svo aftur til blóðsins og hreinsunarstöðv- anna. Til þess að öllum frumum líkam- ans liði vel eða með öðrum orðum, að líkaminn sé hraustur, þurfa allir þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.