Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN Nýlega var auglýst eftir lækni í hérað. í auglýsingunni segir ekki frá, að húsnæðið, sem ætlað er undir lækningastofur héraðsins, full- nægir ekki lágmarkskröfum sjúklinga og læknis. Lækningastofa og biðstofa eru samliggjandi í kjallara, hljóðbært á milli, tveir metrar undir loft og engin loftræsting. Skoðunarbekkurinn er ónothæft 50 ára gamalt skurðarborð, enginn suðupottur til sótthreinsunar á tækj- um o. s. frv. Það er tímanna tákn, að heilbrigðisyfirvöld landsins risu öndverð gegn ungum lækni nýverið, þegar hann setti fram kröfur, sem miðuðu að bættri læknisþjónustu í héraðinu, sem hann fór til starfa í. Einn fulltrúi héraðsbúa, sem samdi við hann, kallaði hann „skrúfulækninn“. Héraðsbúanum fyrirgefst, þótt það sé að vísu hans eigið hérað, sem fær betri læknisþjónustu. Hann veit ekki, hvaða þýðingu það hefur t.d., að finna 10 ný tilfelli af diabetes eða yfirleitt hvers virði það er að greina sjúkdóma snemma. Hlutur hinna skýrsluglöðu, hugmyndasnauðu heilbrígðisyfirvalda verður mun lakari. Margir eldri læknar virðast ekki skilja, að það nægir ekki héraðs- lækni í dag að hafa hlustpípu og „aether-aroma“ á stofu. Góð almenn skoðun og sjúkrasaga eru mikilvæg, en hugur og hönd ná skammt án hjálpartækja. Almenn þvagskoðun, sökk- og hæmoglobinmælingar eru ekki nóg heldur. Hjartarafritun, næmisprófun bacteria, ýmiss konar endoscopia og smásjárskoðun margskonar eru sjálfsagðar í daglegu starfi læknisins. Blóðsykur- og blóðureamælingar eru ekki langt undan. Læknisfræði verður ekki rekin í dag með handahófi og innblæstri heldur skipulagðri vinnu og peningum. Tækniframfarir í læknisfræði hafa verið stórstígar á undanförnum árum og hafa gjörbreytt starfs- háttum lækna ekki síður en t. d. síldarskipstjóra. Dulspakur sildar- skipstjóri gæti hitt á eitt og eitt gott kast, en heildaraflinn yrði ekki mikill án dýrra tækja og skipulegra vinnubragða. Roskinn fyrrverandi héraðslæknir skrifaði nýlega um sjálfsmeðaumkvun lækna, og ónafn- greindur leikmaður skrifaði um ábyrgðarleysi ungra lækna. Sá fyrr- nefndi misskilur það, sem hann skrifar um, en sá síðarnefndi skilur ekkert. Hér að framan hefur aðallega verið rætt um lækna dreifbýlisins, en ekki væri síður ástæða til að fara nokkrum orðum um sjúkrasam- lagslækna í þéttbýlinu og skipulagsmál læknisþjónustunnar þar. Það mun þó ekki gert hér, heldur aðeins getið þriggja helztu sérkenna henn- ar, sem eru: Tveggja klst. bið sjúklinga á einni eða tveim lækninga- stofum, oftrygging læknis og sjúklinga, vanmetakennd almennra lækna gagnvart sérfræðingum, sem eru margir. Kröfur lækna, aðrar en síðustu launakröfur, hafa einkennzt af linku, enda hefur þeim eigi verið sinnt. Hér í Reykjavík tekur 20 til 30 ár að byggja spítala, en á einu til tveimur árum hefði mátt byggja hjúkrunarspítala, sem hefði getað stóraukið afköst spítala þeirra, sem fyrir eru. Bygging Landspítalans og kannske ekki síður Borgarspítal- ans er orðið rannsóknarefni út af fyrir sig. Rekstur spítalanna er væg- ast sagt lélegur. Kandidatar hafa til skamms tíma gegnt störfum sendla á Landspítalanum, svo dæmi sé tekið um starfstilhögunina. Allir spítal- arnir koma sér upp dýrum rannsóknarstofum, í stað þess að hafa eina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.