Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN 39 BÓKABÚÐIR. Það er ekki óviðeigandi, að bókaþátt- urinn minnist fáeinum orðum á þennan iífsnauðsynlega þjónustulið allra þeirra, sem á bókum þurfa að halda. Það er ekki vafi á því, að með áhrifum sínum á lesefni manna geta bókabúðir mótað umhverfi sitt svipað og aðrar fjölmiðl- unarstofnanir, svo sem leikhús, bíó, blöð og útvarp o.s.frv. Skemmtilegt hefði verið, að Háskólinn hefði hér einhver afskipti og ræki a.m.k. í Reykjavík myndarlega bókaverzlun, sem bæði hefði allar nauðsynlegar námsbækur og hand- bækur stúdenta fyrirliggjandi, en einnig gott úrval annarra bóka. Háskólinn þyrfti auðvitað að hafa miklu sterkari áhrif og á fleiri sviðum þjóðlífsins en nú er, en það er annar handleggur. Við vitum hvernig búið er að bóksölu stúdenta og hvernig hún er rekin. Bók- salan, lesstofan o.m.fl. er í fullu sam- ræmi við þá afturúrstefnu, sem ríkir á mörgum sviðum innan Háskólans. Ann- ars þurfa Reykvikingar ekki að kvarta um skort á bókabúðum. Það er vel séð fyrir þeim málum hér. Bókavalið er að vísu misjafnt að gæðum og dálítið handahófskennt, en ekki er ástæða til að amast verulega við því, meðan „eitt- hvað er fyrir alla“. Hér á ég einkum við bækur á erlendum málum, því að inn- lendar og þýddar bækur eru yfirleitt þær sömu alls staðar. Því miður er út- gáfa þeirra hins vegar oft mótuð af lágkúrulegum gróða- og sparnaðarsjón- armiðum útgefenda og tækja- og kunn- áttuskorti bókagerðarmanna. Það er tilviljun eða slysum háð hvað þýtt er, og stórmerk verk fara oft hjá garði af þeim sökum. Annars vantar greinilega lög um þýðendur og þýðingar — að ekki leyfist hverjum sem er að þýða hvað sem er, og láta frá sér fara, jafn- vel án nafnbirtingar. Hér er verkefni fyrir alla bókavini og málverndunar- menn. Betri tímarit vantar okkur til- finnanlega, einkum ábyrgt og hlutlaust þjóðmálarit og fjölbreytt bókmenntarit. Þetta er allt kapítuli útgáfustarfsem- innar, en þar er sofandahátturinn í stafni og stýrt eftir því sem bezt „borg- ar sig“ fyrir buddu og búkþarfir, með örfáum undantekningum. Ekki er hægt að ræða þessi efni án þess að geta hinnar nýju og glæsilegu bóka- og málverkasölu Helgafells, þar sem allir geta keypt hinar ágætu Helga- fellsbækur á forlagsverði. Framtak Helgafells mættu aðrir taka til fyrir- myndar, en hræddur er ég um, að lífs- viðhorf Ragnars Jónssonar sé of fágætt til að við því megi búast á næstunni, því miður. Enn einn kapítuli eru fornsölurnar. Þær hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Þar leita hinir hagsýnu ódýrra og uppseldra bóka. Þær virðast hins vegar oft reknar af vanefnum og hafa allt of mikið af daunillu rusli á boð- stólnum þótt undantekningar finnist e. t. v. Þeim er líka nokkur vorkunn því að sennilega er fornbóksala lítill gróða- vegur. E. t. v. væri hagkvæmast að reka hana í nánum tengslum við góða bókaverzlun. Mundu kröfurnar þá verða meiri. Af þeim bókabúðum, sem selja erlend- ar bækur finnst mér, hvað vali bóka við- kemur, Bókaverzlun Máls og Menning- ar skemmtilegust, þótt aðrar búðir kunni að standa framar að bókafjölda og hafa meira innan sumra bókaflokka og sérsviða. T. d. hafa sumar þeirra allgott úrval læknisfræðibóka, og standa bóksölu stúdenta auðvitað langtum framar, hvað þjónustu snertir. Að lokum þetta. Það er mjög illt til þess að vita, að Reykjavík skuli ein sitja að þessum stóru bókabúðum sin- um. 1 skólabænum Akureyri hafa bóka- búðirnar t. d. gjörsamlega orðið viðskila við aðra þróun. Það mundi án efa bæta úr mjög brýnni þörf, ef hinar stóru bóksölur hér sæju sér fært að stofna myndarleg útibú í helztu bæjum og kauptúnum landsins. Leiðrétting 1 16. línu, fremri dálki, bls. 34 í síð- asta blaði féll niður orð úr tilvitnun eftir P. Tillieh, og varð hún því afbök- uð og lítt skiljanleg, en átti að hljóða þannig: „in the courage to take the anxiety of meaninglessness upon one- self“. Magnús Skúlason. Samúð og skilningur eru systkin, sem fylgjast að. Ef við viljum skilja, þá leitum að því góða og elskum, ekki aðeins konur, heldur mennina og lífið allt —- kennarana líka. (Þórarinn Björnsson í Muninn 1930).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.