Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 57

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 57
LÆKNANEMINN 57 farvegir, sem næringarvökvinn fer eftir, að vera opnir. Stöðugur straumur þarf að leika um yfirborð hverrar frumu. í mjúkum vef jum eiga frumur og frumu- kerfi að vera hreyfanlegt hvert gagn- vart öðru eins og hlutir í liðugri vél. Þetta ástand getur raskazt af ýmsum ástæðum t. d. contusionum, alls konar bólgnm, ekki sízt virus bólgum, sem eru svo mjög algengar, kuldaáhrifum og fleiru. Frumurnar límast saman og loka farvegum á mismunandi stórum svæðum. Straum megin stíflunnar tútn- ar vefurinn út, bólgnar, og fær ónóga næringu. Þetta eru svonefnd infiltröt. — Hér mætti skjóta inn í kenningu um uppruna cellulita, en það er sérstök tegund infiltrationa. Þeir eru taldir af- leiðing hálfmeltra efna, sem útfellast í vefina vegna „leti“ líkamans, sem hefur ekki dáð í sér til að fullbrenna fæðunni og losa sig við úrganginn. Bandvefur likamans gefur frá sér sýru, sem gengur í samband við útgangsefni og myndar gelatin og hjálpar til að „vista" þau í vefjunum. Þar af mynd- ast nefndar samloðanir. Sannazt hefir, að hyaluronidase verkar sem ,,þynnir“ á vefjalímið (galatinið) og getur hjálp- að til að opna stíflurnar. Afleiðingin verður þreyta á staðnum og þennslu- kennd, sem orðið getur að kvölum. All- ar hreyfingar teygja á vefjasamvöxtum og valda sársauka. Verndarreflexar banna aðliggjandi vöðvum að starfa, með öðrum það myndast defence. Þetta hygg ég vera fysisk-mechanisku skýr- inguna á mörgum myosum og subcutan infiltrötum. Þau eru algengust á síðu- börðum á feitlagnu fólki og á abdomen, geta annars komið alls staðar á líkam- ann. XJpphafið hefur oftast verið inn- vortis sjúkdómur, salpingitis, chronisk- ur appendicitis, colitis, cholecystitis, eða — cholelithiasis og meðfylgjandi vöðvaspenningur með stasis. Þetta var sama ástand sem ég minntist á hér að framan og sagði að það hefði gabbað margan kirurginn. Á Hald sá ég oft sjúklinga, sem höfðu verið holskornir allt að 10 sinnum, og á fyrstu árum mínum hér sá ég ósjaldan sjúklinga með torráðnar cicatricillar kviðkross- gátur. , Danirnir nefndu þessa sjúklinga fórnarlömb kirurganna. í raun og veru eru þeir engu síður fórnarlömb lyf- læknanna, því það er víst aðeins einn, sem getur talið allar lyfjabúðargöngur þessa fólks og allar þær mixtúrur, pill- ur og áburði, sem það hefir orðið að kaupa. Þó tekur út yfir þegar haugað er antibiotica í svona sjúklinga með algjörlega aseptiska sjúkdóma. Oft hef ég fyrirhitt sjúklinga, sem kvarta um spenning og verki í smáþörmum eftir áreynslu. Venjulega finnst þá, að ingu- inal eitlar eru mikið stækkaðir og stundum sárir. Finnist skeina á fætin- um, er skýringin eðlileg og þá sjálfsagt að nota antibiotica, en hin tilfellin eru mörg, þar sem ekkert sár finnst, enda staðhæfa sjúklingar, að þetta komi að- eins eftir áreynslu. Bólgan hverfur í bili við hvfld og hitameðferð. Hvað er nú þetta? Hér er um að ræða þrenglsi í frárennsli eitlanna, þ. e. a. s. í lymfu- æðum centralt við þá, og hér ganga ánti- biotica álíka mikið og blávatn. Þá kemur spurningin, hvers vegna kirurg- arnir rugluðu abdominal infiltrötum saman við innvortis sjúkdóma. Þetta byrjaði oftast sem innvortis sjúkdóm- ur, sem olli defence og stasis á kviðar- vegg (myosum, infiltrationum) Fyrsti kirurginn var í góðum rétti. Þótt frum- orsökin væri burtnuminn, hafði mynd- azt þarna circulus vitiosus, infiltrötin ertu vöðvana, sem spenntust æ meir og héldu við infiltrötunum, og stíflunum. Sjúklingarnir héldu áfram að kvarta um verki og spenning og voru viðkvæmir á staðnum, en samkvæmt barnalærdóms- bókunum var þarna ekkert fyrir annað en innyfli. Hvað var þá annað að gera en skera, Ég leyfi mér að nefna einn sjúkling, sem sendur var til mín á síð- ari árum. Miðaldra kona hafði all lengi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.