Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 48
LÆKNANEMINN 48 standa í 10—15 sek. og hætta jafn skyndilega og þær byrjuðu. Lítið sér á barninu, fyrr en slík verkja- köst hafa staðið nokkra hríð, komið hvert á fætur öðru með 5— 10 mín. millibili. Það verður með- tekið í verkjahviðunum, fölt og kaldsveitt, kastar upp, þornar og losteinkenni segja til sín. Engar hægðir, en blóðugt slím gengur niður um endaþarminn. Þegar öll þessi einkenni eru til staðar, er auðvelt að þekkja sjúkdóminn og er þá ekki eftir neinu að bíða með skurðaðgerð, þar sem þeim mun meiri hætta er á að drep komi í görnina vegna blóðrásartruflana sem einkenni hafa staðið lengur. Torvelt er að greina sjúkdóminn í hinum vægari tilfellum, þar sem innhverfða görnin skríður ekki áfram, en hrekkur öðru hverju til baka. Einungis í þeim tilfellum, en ekki hinum alvarlegri getur verið réttlætanlegt að nota innhellingu í ristil til lækningar þessa sjúkdóms. Þegar kviðslit í nafla eða nár- um valda verkjum, er það venju- lega vegna þess að netja eða görn klemmist út í haulpokann. Er auð- velt að þekkja slíkt og lækna með skurðaðgerð. Fylgjast þarf vel með börnum, sem hafa verki í kvið eftir ytri áverka. Blæðing frá sprunginni lif- ur, milti eða rifnum æðum í garna- hengi segir oft ekki til sín fyrr en eftir nokkra klukkutíma og á með- an getur sjúklingurinn virzt hinn hressasti, en fer þá allt í einu í lost. Merjist gat á meltingarfæri, sem venjulegast er þá skeifugörn eða mjógirni, mætti búast við að sjá frítt loft undir þind á yfirlits- mynd af kviðarholi, tekinni af sjúklingi sitjandi. Þvagfœrasjúkdómar eru algeng- ir hjá börnum, með svipuð ein- kenni og fylgja þeim sjúkdóm- um í kviðarholi, sem bráðrar skurðaðgerðar þarf við, svo sem verki, ógleði, uppköst og upp- þembu. Verkirnir stafa venjulega af þvagrennslishindrun, sem með tímanum leiðir óhjákvæmilega til sýkingar í þvagfærum. Meðfædd missmíði á þvagfærum, svo sem þrengsli á mótum nýrnaskjóðu og þvagleiðara er næstum alltaf or- sök til slíkrar hindrunar á þvag- rennsli. Nýrnasteinar geta þó einnig komið fyrir hjá börnum og valdið þvagstíflu. Til greiningar sjúkdóma í þvagfærum er stuðzt við þvagrannsóknir og ýmiss konar röntgenmyndatökur. Meðferðin beinist fyrst og fremst að því að vinna bug á þvagfærasýkingu, sé hún til staðar, og í öðru lagi að ráða bót á þeim missmíðum, sem kunna að finnast, með skurðað- gerð, sé það gerlegt. Við purpura non-thrombocy- topenica (Henoch-Schönleini), sem kemur eingöngu fyrir hjá börnum, fylgja stundum sárir magaverkir og uppköst. Þessi sjúkdómsmynd líkist oft botnlangabólgu, en venjulegast eru jafnframt húð- blæðingar til staðar og á þá ekki að vera erfitt að þekkja sjúkdóm- inn. Fjöldi sjaldgæfra sjúkdóma geta komið til álita við greiningu sjúk- legs ástands í kviðarholi, svo sem magasár, ileitis terminális, colitis ulcerosa, polypar t ristli, pancreatitis acuta og fleiri. Að lokum skal lítillega vikið að þeirri sjúkdómsmynd, sem einkum kemur fram hjá yngstu börnunum, þar sem öll einkenni benda í fljótu bragði til sjúkdóms í kviðarholi, en við nákvæma skoðun finnst sjúkdómurinn í öðrum líkams- hluta. Viðbrögð barnsins við verkj- um eru svipuð, hvaðan sem þeir eru runnir. Það grætur, byltir sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.