Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 33
LÆKNANEMJNN
38
starfssviði og aðferðum kliniskra
sálfræðinga. Reynt hefur verið að
benda á hagnýtingu hennar í þágu
læknisfræðinnar. Sem að líkum
lætur, er aðeins hægt að drepa á
fátt eitt í svo stuttu máli. Að sjálf-
sögðu hefði verið eðlilegra að gera
fyrst grein fyrir þeim fræðilegu
rannsóknum, ólíkum kenningum og
stefnum, sem gera kliniskar rann-
sóknir og niðurstöður þeirra skilj-
anlegar. En ég vænti þess, að
nokkur innsýn í hagnýta þýðingu
kliniskrar sálarfræði megi vekja
áhuga lesenda minna á frekari
þekkingu á þessari fræðigrein.
(Ekki hefir verið stuðzt við nein sér-
stök heimildarrit í þessari grein, en þeim
lesendum, sem áhuga hefðu á að kynna
sér þessi fræði frekar skal bent á bók
Sigurjóns Björnssonar, Úr hugarheimi,
(Reykjavík, Heimskringla, 1964). Einn-
ig eru bækur Eysencks, Uses and
Abuses in Psychology, og Sense and
Nonsense in Psychology að mörgu leyti
heilbrigð lesning, en þær hafa komið
út í handhægri Penquin-útgáfu).
EKKI ER tJTI ALLT KVELD ÞÓTT RÖKKVI.
Sagt er að Maríu á Kleppi hafi kvöld eitt þótt Ijósadýrð keyra úr
hófi fram á nemabústaðnum, „Skaftinu". Morguninn eftir fengu stúlk-
urnar strangan boðskap: ,,Ö1I ljós skulu slökkt kl. 11, gestir farnir
kl. 12.'“