Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 53
LÆKNANEMINN 53 og var ég bréflega beðinn um að nudda á honum hnéð. Hnéð hafði verið nudd- að, en batnaði ekki. Með hálfu auga þekkti ég coxa-ganginn. Drengurinn hafði coxitis tb. Fór á spítala og dó nokkru síðar. Títlendingur kom til mín með beiðni um nudd, vegna distorsio í öxl; hafði verið í nuddi í 3 vikur. Hand- leggurinn stóð fjarandi út frá síðunni. Sjúklingur fór á spítala í repositio. Enn annar sjúkl. var sendur til mín í nudd með luxatio humeri. Af öðrum blómum í þessum jurtagarði mætti nefna fractura colli femoris, fract. costarum, fract. epicondyli humeri, fract. colli radii, fract. ossis zygomatici, fract ossium metatarsalium, fract malleolar- is, fract. column (oft), fract. ossis navi- cularis carpi (oft). Ennfremur mætti nefna costa cervicalis (oft), cancer pulm., tumor cerebri, sacroma ossis ilii, óteljandi víxlanir á osteoarthroses cox- arum og ischias, neuralgiae og arth- roses, sem auðvitað er meinlausara. Þetta verður að nægja, þótt af meiru sé að taka. Ósjaidan kemur það fyrir, að sjúkl- ingur segist eiga að fá ákveðna með- ferð. Nú vill oft svo til, er ég hef skoðað sjúklinginn, að mér finnst önn- ur meðferð eiga betur við, eða e. t. v. ekki hægt að beita þeirri, er hann nefndi, og segði honum það. ,,Ja, en hann sagði diathermi". Þá getur þarna á auga- bragði hlaðist upp þúst misskilnings og vantrausts okkar á milli, og er ó- þarfi að útlista nánar, hvernig það verkar á væntanlegan árangur aðgerða minna. Er ég sendi til annarra sérfræð- inga, orða ég það við sjúklinginn eitt- hvað á þá leið, að bezt sé að hann fari til N. N. í meðferð; hann sé alltaf að fást við þennan sjúkdóm og hafi betur vit á því en ég. Ég hygg, að ég missi ekki neitt af virðingu sjúklingsins fyr- ir það. Engum lækni dettur í hug, að senda sjúkling til sérfræðings í gynae- cologi, og láta sjúkl. bera með sér boðin um hvað gera skuli, t. d. hversu oft explorera. Veit þó hver practiserandi læknir meir um gyneacologi en fysi- urgi. Á tímabili bar mikið á því, að ýmsir koliegar lifðu í þeirri föstu trú, að við, sem gengum undir nuddlæknis- nafninu, hefðum aldrei lært annað en nudd. Massage (nudd) er aðeins einn þáttur af fysiurgia. Sá, sem hlotið hef- ur sérfræðingsviðurkenningu í þessari grein, hlýtur þó að hafa lært alla þætti hennar. Á þeim forsendum var sjúkl- ingum smalað í hópum og sendir til leik- fimikennara, jafnvel teknir beint úr meðferð frá okkur. Þarna voru þeir í meðferð, að þvi er virtist eftirlitslaust mánuðum eða árum saman. Þegar þess- ir sjúklingar komu aftur til föðurhús- anna, fengum við ókeypis fræðslu í því, hvað leikfimikennarinn hefði sagt að gengi að sjúkl. og svo hvað hann hefði gert. Ég verð að nefna eitt dæmi. Kona, sem verið hefur samlagssjúklingur minn frá byrjun, kom til mín og sagð- ist alltaf vera að misstíga sig. Hún reyndist hafa peroneus paresis. Það kom upp úr kafinu, að skömmu áður hafði hún legið í einhverri ótukt, án þess að leita læknis. Ég taldi, að um létt virustilfelli væri að ræða og tók hana skömmu seinna i diathermi, mas- sage og æfingar. Eftir hálfan mánuð hvarf konan hljóðalaust. Hugði ég að henni væri batnað og gleymdi þessu. Átta mánuðum síðar kemur konan til mín og segir fremur ögrandi: „Jæja, nú fékk ég það, sem ég þurfti“. „Það var gott“, vai'ð mér að orði, „og hvað var nú það‘‘? „Vinkona mín réð mér að fara til N.N, og hann sendi mig til J.J, og þar hef ég verið í nuddi og æf- ingum síðan". Sem sé átta mánuði. Það tók mig sannast að segja dálítinn tima að kyngja bitanum, en spurði svo hvað J.J. hefði gert. „Hann lét mig gera svona og svona, og svo nuddaði hann öklann“. Æfingarnar voru að því er mér virtist ilsigsæfingar, þ. e. a. s. tilraun til að gera antagonista peroneanna ennþá sterkari en þeir voru áður, og þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.