Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 25
LÆKNANEMINN 25 aldur barnsins. Greindarvísitala reiknast síðan með einfaldri for- múlu í hlutfalli við lífaldur barns- ins. Venjulega tekur eina til þrjár klukkustundir að prófa hvern einstakling eftir aldri og getu. Próf dr. Matthíasar er fyrst og fremst ætlað til að meta greind- arþroska skólabarna almennt, en er einnig ómissandi við kliniskar rannsóknir á börnum og ungling- um. Greindarpróf Wechslers fyrir fuliorðna: Próf þetta er næstum bein þýðing á Wechsler Adult Intelligence Scale (WAIS). Krist- inn Björnsson, sálfræðingur, þýddi þetta próf og staðlaði á hópi 16 ára unglinga, sem áður höfðu verið prófaðir með greindarprófi dr. Matthíasar. Enda þótt prófið sé ekki fullstaðlað og mælingar þess því ekki eins nákvæmar og ábyggilegar og æskilegt væri, er það vel nothæft til greindarmæl- inga á fullorðnum. Próf þetta bætti úr brýnni þörf, þar eð ekki var áður til hér alhliða greindar- próf sniðið við hæfi fullorðinna. Prófkerfi Wechslers er talsvert ólíkt Binet-prófkerfinu, enda þótt niðurstöðum beggja prófanna beri vel saman. Prófið skiptist í tvo hluta, munnlegan og verklegan, og er reiknuð út greindarvísitala úr hvorum hluta fyrir sig auk greind- arvísitölu alls prófsins. Hlutunum er skipt niður í greindarþætti, hinn munnlegi hluti prófsins telur 6 þætti, sem nefnast Þekking, Skilningur, Reikningur, Líkingar, Minni og Orðaforði; hinn verklegi telur 5 þætti, sem nefnast Talna- tákn, Ófullgerðar myndir, Lita- fletir. Mvndaröðun og Hlutaröð- un. Prófið gefur því glögga yfir- sýn yfir styrkleika hinna mismun- andi hæfileika einstaklingsins, sem aftur getur endurspeglað meginþætti hugsunar, skapgerðar og persónuleika. Prófið er því vel fallið til kliniskrar notkunar. Hugtakið greindaraldur er ekki notað, heldur er greindarvísitala fundin beint af töflum, sem byggðar eru á hinni upphaflegu stöðlun. Annar meginmunur á kerfi Wechslers og kerfi Binets er varð- andi þróun greindarinnar. Próf- kerfi Binets gerir ráð fyrir. að um 16 ára aldur hafi greindin náð fullum þroska og breytist ekki eftir það. I prófi Matthíasar er frammistaða fullorðinna ávallt reiknuð út frá lífaldrinum 16 ár. Við greindarrannsóknir sínar með fyrsta prófi sínu (Wechsler-Belle- vue) komst Wechsler að þeirri nið- urstöðu, að greindarþroski nær há- marki 20—25 ára, breytist lítið næstu 5—10 árin, en eftir það fer að halla undan fæti og andlegir hæfileikar mannsins að minnka. Wechsler tekur þetta til g^eina í útreikningi á greindarvísitölu, þannig að mæld greind hins prófaða er ætíð skoðuð í saman- burði við þann aldurshóp, er hann tilheyrir. Þannig krefst greindar- vísitalan 100 mun betri frammi- stöðu hjá tvítugum manni en sex- tugum. Greindarpróf Wechslers er lang- mest notaða greindarprófið við kliniskar rannsóknir. Prófun tek- ur 2—3 stundir. Raven Progressive Matrices: Próf þetta er verklegt, þ. e. það byggist ekki á notkun og skiln- ingi orða. Það er samsett af f jölda mynda eða mynstra (patterns), sem öll hafa það sameiginlegt, að hluta úr mynstrinu vantar. Hlut- ann, sem vantar, á síðan að velja úr nokkrum möguleikum, sem birtast undir mynstrinu og skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.