Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 44
LÆKNANEMINN U Víkingur H. Arnórsson, læknir: Bráðir sjúkdómar í kviðarholi Fyrirlestur fluttur á fræðslunám- skeiði L. I. 6.—11. sept. 1965. Bráður sjúkdómur í kviðarholi (abdominalia acuta) er sjúkdóms- ástand, sem venjulega hefir átt sér skamman aðdraganda, jafnvel nokkrar klukkustundir. Sé sjúk- dómurinn ekki greindur í tíma og komið fram viðeigandi meðferð. getur það haft lífshættulegar af- leiðingar. Ef einkenni eru óljós og af- brigðileg, getur revnzt mjög erfitt að komast að réttri sjúkdóms- greiningu og fæst oft á tíðum ekki ákveðin niðurstaða nema kviðar- hol sé opnað og rannsakað. Þess- ara erfiðleika gætir ekki sízt, þeg- ar um börn er að ræða, t. d. er varla að vænta verulegra upplýs- inga frá börnum innan 3ja ára aldurs um staðsetningu verkja eða a,unað, sem að gagni mætti verða við siúkdómsgreininguna. Þar við bætist svo, að þau eru venjulegast óróleg í þessum sjúkdómstilfellum og andsnúin allri læknisskoðun. Ennfremur eru viðbrögð barnsins við sjúkdómum í öðrum líkams- hlutum stundum þannig, að að- standendur þess og jafnvel lækn- irinn sjálfur álíta um sjúkdóm í kviðarholi sé að ræða. Mætti í því sambandi nefna lungnabólgu, háls- bólgu og eyrnabólgu. Til að geta myndað sér skoðun um, hvað að barninu gangi, er áríð- hjá hörnum andi að fá sem gleggsta lýsingu foreldra eða annarra aðstandenda á gangi sjúkdómsins og síðan skoða sjúklinginn sem nákvæmast, gefa sér til þess góðan tíma. Varla er hægt að gera of mikið úr þýð- ingu þessara atriða fyrir rétta sjúkdómsgreiningu, en þar með skal ekki vanmetin sú hjálp sem röntgenmyndatökur og blóðrann- sóknir geta veitt við greiningu bráðra sjúkdóma í kviðarholi sem annars staðar. S.júkrasaga: Ráðlegt er fyrir lækninn að ræða við aðstandendur um gang sjúkdómsins í návist barnsins, tala, gæla og leika við það öðru hverju, gefa því tóm til að kynnast rödd og svip þessarar nýju persónu í umhverfi þess. Jafnframt er reynandi að fá barn- ið til að segja sjálft frá sjúkdómi sínum, ef það er nógu þroskað til þess og farið að tjá sig. Má stund- um öðlast nokkra vitneskju með þessu móti. Það er að sjálfsögðu mest komið undir athyglisgáfu og dómgreind foreldra eða annarra aðstandenda barnsins hversu skýr sú sjúkdómsmvnd verður, sem lækninum tekst að fá fram, en hann verður að varast að láta fyr- irfram mótaðar skoðanir þeirra á veikindum barnsins leiða sig á villigötur við greiningu sjúk- dómsins. Algengasta einkennið, sem sett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.