Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 24
LÆKNANEMINN n angur hans, greind, einfaldlega svo og svo mikil í samauburði við þann hóp, sem úrtakið byggist á. Hið statiska lögmál gildir einn- ig, þegar samin eru greindarpróf og ákveðið er, hvaða hæfileikar séu bezti mælikvarðinn á greind. Tilgátan er sett fram um hæfi- leika, sem kunni að vera mæli- kvarði á almenna greind, t. d. athyglisgáfu, formskyn, reikni- gáfu, hæfileikann til hugtakamynd- unar, minni, svo eitthvað sé nefnt. Eftir að þessir hæfileikar hafa verið prófaðir við stöðlun, má reikna út fylgni þeirra innbyrðis, það er, hvað þeir fylgiast mikið að hvað þeir hafa sameiginlegt. Fund- i"t hefur. að hæfileikar fvlgiast að h.iá mönnum, og það er þessi sam- eiginlegi eiginleiki hinna mismun- andi hæfileika, sem við nefnum al- menna greind. Hæfileikar hafa þó að geyma mismikið af hinni al- mennu greind og sumir svo lítið, að þeir hæfa ekki til mats á greind, enda þótt mikilsvert kunni að vera að vita um þessa sérhæfi- leika. Minni er t. d. lélegur mæli- kvarði á almenna greind, en al- menn þekking tiltölulega góður mælikvarði. Greindarpróf eru vel fallin til skýringa á grundvallaratriðum allra sálfræðilegra prófa. Öll byggjast þau að meira eða minna leyti á statiskum hugtökum, svo sem meðaltali, fylgni og dreifibili, enda þótt hinar sálfræðilegu for- sendur að baki þeirra séu harla mismunandi. Hér á eftir mun ég lýsa nokkr- um helztu greindarprófum, sem notuð eru hér á landi. Greindarpróf eru til af mörgum gerðum, verkleg, munnleg, skrif- leg, einstaklingspróf og hóppróf. Hér á landi eru í notkun tvö stöðl- uð próf, bæði alhliða einstaklings- próf, greindarpróf dr. Matthíasar Jónassonar, sem er sniðið eftir Binet prófkerfinu, og greindar- próf Wechslers fyrir fullorðna, sem Kristinn Björnsson hefur þýtt og staðlað að nokkru leyti. Auk þeirra eru í notkun hér nokk- ur próf, verkleg eða skrifleg, sem ekki hafa verið stöðluð hér. Mun ég aðeins nefna eitt þeirra, Raven Progressive Matrices. Greindarpróf dr. Matthíasar Jónassonar (M. J. 1956): Er dr. Matthías birti niðurstöður sínar árið 1956 í bókinni Greindarþroski og greindarpróf, kom í ljós árang- ur af 10 ára starfi hans að greind- arrannsóknum hér á landi. Er óhætt að telja þetta verk hans með beztu vísindaverkum okkar Is- lendinga. Greindarpróf dr. Matt- h’asar gefur í enmi eftir vönd- uðustu greindarprófum, sem er- lendis hafa verið gerð að vísinda- legri nákvæmni og að því leyti hefur það sérstöðu, að sennilega hefur ekki annars staðar verið notað stærra úrtak einstaklinga við stöðlun greindarprófs. Fjöldi prófaðra var nálægt 5000 börn á aldnnum 3-16 ára. or>- var bað um 13,2% allra barna á landinu á þessum aldri og um 3,4% þjóðar- innar. og hefur hve^ei í heimin’im verið notuð svo stór hundraðs- tala við stöðlun grendarprófs. Greindarpróf dr. Matthísar er sniðið eftir prófkerfi Binets, hins franska, er fyrstur samdi greind- arpróf og tók í notkun árið 1905, en hefur verið endurbætt margoft síðan. Prófkerfi betta er sett sam- an úr fjölda mismunandi atriða, munnlegum, verklegum og skrif- legum, sem raðað er eftir þvngd í aldursstig frá 2ja ára til 14 ára, en þar fyrir ofan eru 4 þyngri stig fyrir eldri börn og betur gefin og fullorðna. Fundinn er greindar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.