Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 42
lt2 LÆKNANEMINN helming og hefir síðan haldið áfram að minnka jafnt og þétt. Á þessum áratugum breyttust ekki ytri aðstæður að neinu veru- legu leyti. Þjóðin lifði við sama vesaldóminn og áður, hungur, léleg húsakynni og fáfræði — allt hélzt óbreytt og drepsóttir gengu yfir landið svipað og áður. Minnk- andi barnadauði verður vart skýrður á annan hátt, en að börn- in hafi fengið betri næringu. I dag er aftur að verða tízka að gefa ekki brjóst. Virðast aðeins vera örfá prósent af mæðrum, sem gefa börnum sínum brjóst í 3 mán. eða lengur, en á árunum 1940— 1950 voru það 70—80%, sem gerðu það. Á þeim tíma var líka haldið uppi sterkum áróðri fyrir brjóstgjöf. Orsakir þessara brevt- inga eru sjálfsagt margar. Við lif- um í þjóðfélagi, sem er stöðugt að breytast, hraðinn eykst með hverju ári hér, sem annarsstaðar í heiminum. Fólk er alltaf að flýta sér og hefir ekki tíma til að lifa lífinu. Mæðrum finnst þær verða bundnar, ef þær þurfa að gefa barni sínu brjóst 5 sinnum á sól- arhring. Þetta atriði er mjög létt- vægt. Móðirin er bundin yfir barni sínu hvort sem hún gefur því brjóst eða ekki. Mjög fáar konur hafa aðstöðu til að láta aðra sinna börnum sínum og jafnvel þó móð- ir fari að vinna úti áður en 3 mán. eru liðnir frá fæðingu, þá er auð- velt að gefa 3svar sinnum brjóst eða jafnvel 4 sinnum, því fáar konur vinna lengur úti en 8 klst. Svo er talað um. að kúamjólkin sé betri en áður. Það er rétt, nú er aldrei boðið upp á skemmda vöru og bví minni hætta á, að gerlar berist með mjólkinni og valdi sjúkdómi hjá barninu og er það vissulega mikils virði, þar sem nauðsynlegt er að gefa kúamjólk. Aðalástæðan til þess, að börn fá ekki brjóstamjólk er sú, að konur missa mjólkina, oftast á fyrstu vikunum og þar erum við komnir að atriði, sem við skulum dvelja örlítið við. Það er staðreynd, að nútímakonur eiga erfiðara með að halda mjólkinni en mæður þeirra og ömmur. Meðan konan liggur á sæng hefir hún fljótandi mjólk, sem barnið torgar ekki. En þegar hún fer heim og tekur við heimilinu minnkar mjólkin og hverfur á örfáum dögum. Flestir kenna þetta of mikilli vinnu móð- urinnar. En ætli það geti nú verið rétt. Mæður þessara kvenna og formæður þurftu líka að vinna, en þær héldu mjólkinni. Þær höfðu börn sín á brjósti og enginn þurfti að segja þeim hvernig þær ættu að fara að. Hér hlýtur eitthvað nýtt að hafa komið til. Ekki getur það verið viðurværið, yfirleitt er það miklu betra nú en áður og álag mæðranna er áreiðanlega mun minna, en þegar nánar er að gáð liggur ástæðan fyrir þessu í augum uppi, en fáir virðast hafa komið auga á hana. Við vitum, að ef þurrka á brjóst upp af einhverj- um ástæðum, s. s. ef móðir fer að vinna og fer frá barni sínu þá eru brjóstin bundin upp og hverf- ur þá mjólkin. í dag binda allar konur brjóstin upp. Allar konur fara í brjóstahaldara strax og þær koma á fætur og þar með er mjólkin horfin. Til að halda miólk þarf tvennt — það þarf að láta brióstin lafa og það þarf að tæma brjóstin vel. Því meira sem barnið tekur úr brjóstinu því meiri mjólk kemur í það. Ef barnið skilur eftir í brióstinu minnkar miólkin og hverfur. Vel nærðar mæður hafa venjulega mikla mjólk og barnið torgar henni ekki. þess vegna er nauðsynlegt að tæma brjóstin eft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.