Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 5
Gísli G. Auðunsson, læknir
Hópstarf
og stækkun læknisháraða
Skipulag starfsins hjá almenn-
um læknum hérlendis hefur und-
antekningarlaust verið með þeim
hætti, að hver hefur húkað í sínu
horni og hirt um sína hjörð.
Hvergi hefur verið komið á hóp-
starfi (group-practice), Hins veg-
ar hafa læknar víðast hvar skipzt
á vöktum í fjölmennari kaupstöð-
um og kauptúnum, en lengra hef-
ur samstarfið ekki náð. Þessir ein-
angruðu starfshættir almennra
lækna fæla ungu mennina innan
stéttarinnar frá þeirra starfi, því
þeir hafa fyrst og fremst alizt upp
við hópstarf sérfræðinga á sjúkra-
húsum.
Hvað er átt við með liópstarfi
almeimra lækna?
1 stórum dráttum, að nokkrir
læknar, t.d. sex, annist sama sjúkl-
ingahópinn. Er þá átt við, að sér-
hver sjúklingur geti leitað til allra
læknanna í hópnum, enda hafi
læknarnir sama kartótek og sömu
ritaraþjónustu, og því eiga jafnan
að vera fyrir hendi nýjustu upp-
lýsingar um hvern sjúkling og öll-
um læknunum aðgengilegar í
kartótekinu. Læknarnir skiptast
síðan á vöktum fyrir sjúklingahóp-
inn. Allar tekjur læknanna á stofu
eiga að renna í sameiginlegan sjóð,
sem skiptist jafnt á milli þeirra.
Með því móti á að vera hægt að
koma í veg fyrir, að einn læknir
fari að hrifsa til sín meginhluta
hópstarfsins, ef einhverjir skyldu
hafa tilhneigingu í þá átt.
En eru læknar ekki alltaf mis-
jafnlega vinsælir og því erfitt að
koma í veg fyrir að til eins þeirra
sé leitað meira en annars ? Reynsla
annarra þjóða af hópstarfi hefur
yfirleitt orðið á þann veg, að störf-
in hafa jafnazt niður á læknana
innan hópsins. Þegar fólkið finnur,
að allir læknarnir hafa sömu upp-
lýsingar, þá finnst því oft betra að
geta leitað til fleiri en eins manns.
og eins leitar fólkið yfirleitt til
þess, sem biðin er stytzt hjá í það
og það skiptið, í stað þess að bíða