Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 58

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 58
58 LÆKNANEMINN þjáðst af gallverkjum og gallblaðran verið tekin þremur ársfjórðungum áð- ur. Skömmu eftir uppskurðinn upphóf- ust verkir undir hægra síðubarði, svip- að og áður var, að henni fannst. Kon- an hafði fengið mikið af meðulum hjá lækni sínum án árangurs. Nú hug- kvæmdist lækninum að senda konuna í fysiurgi. Þegar konan kom til mín, var hún hárviss um, að hún hefði cancer í lifrinni og alveg örvita af hræðslu. Við rannsókn kom í ljós grjóthörð hella yfir hægra síðubarði niður á kviðinn. Palpatlon olli sársauka. Ég lét baka konuna með infrarauðum geislum og massera hana. — 1 svona tilfellum læt ég nota svokallaðar subcutan frictionir, eða Bindegewebes-massage, sem Þjóð- verjar kalla það, en það eru einskonar klípur. Subcutis er lyft upp I fellingu milli fingurgómanna og fellingin látin velta fram og til baka yfir svæðið og kreyst jafnframt eftir því sem þolist. Þetta getur í byrjun verið álíka sárs- aukafullt og ef skorið væri í ódeyft hold. — Eftir 3 vikur útskrifaðist konan. Bólgan var horfin og cancerophobian líka. Hefði nú ekki heimilislækni þess- arar konu komið fysiurgia í hug, myndi hún áreiðanlega hafa verið skorin upp að minnsta kosti einu sinni I viðbót eða kannski endað sem krossgáta. Af því sem að framan er sagt um vöðvasam- drætti, contracturur liða o. s. frv. ætti það að vera auðskilið, að slíku ástandi verður naumast aflétt sársaukalaust. Þó er það mjög algengt, að sjúklingur, sem komið hefir í fyrstu aðgerðir hringir og segir: „Ég fór til heimilislæknisins og hann segir að ég þoli ekki aðgerðina". Slík fysisk traumata höfum við fysi- urgar orðið að þola árum saman án þess að geta borið hönd fyrir höfuð okkar, því að ætla sér að fara að tala um fyrir sjúklingunum, þvert ofan í Salomonsdóm heimilislæknisins, er von- laust. Efnaskiptin milli frumunnar og vöðv- ans gerast að mestu leyti osmotiskt, en að sumu leyti mun sjálfstætt starf frumuhimnunnar ráða nokkru um efna- flutninginn. Sé fruman mettuð af úr- gangsefnum, en vökvinn, sem umlykur hana, ríkur af næringarefnum, þá skipt- ast þau á efnum, þangað til concentra- tionin er svipuð í báðum. Nú skulum við hugsa okkur sjúkling, sem kvartar um staðbundna þreytu. Þreyta er svokallaður innri reflex eða kennd, þ. e. a. s. kvörtun til miðtauga- kerfisins um fóðurskort á viðkomandi stað. Ef ekki koma til greina ofstörf, eða almennur stasis, þá er ástæðan venjulega staðbundin truflun á fram- rás næringarvökvans, þ. e. a. s. þrengsli eða stíflun á lymfuæðum, eins og ég nefndi áðan. Hvaða ráð hefur fysiurgian við þessu? Það má hita staðinn með heitu lofti, bökstrum, geislum eða dia- thermi. Munur þessarar hitunaraðferða er sá, að lofthitun og bakstrar hita með leiðslu fjrrir beina snertingu (contact- hiti). Geislar, sérstaklega infra-rauðir smjúga eitthvað inn í holdið, en dia- thermihiti (gegnhitun) fer í gegnum allar venjulegar líkamlegar þykktir. Diathermi er ekki rafstraumur, heldur afar tíðar rafsveiflur, sem skipta um stefnu milljón sinnum á sekúndu. Það veldur þvl ekki ionaflutningi í líkam- anum, eins og venjulegur rafstraumur, heldur örvar það frumuhreyfingar og þar með hita. Diathermi hefir þann eiginleika að þéttast, þar sem fyrir verða vefir, sem leiða illa rafmagn. Þannig framleiðist mestur hiti inni við beinið I lim, sem hitaður er upp með diathermi. Hægt er með ýmsum tækni- legum aðferðum að ráða hvar mestur hiti framleiðist, djúpt eða grunnt. Ekki má beita diathermi þar, sem málm- spengur eru undir. Málmurinn gleypir bylgjurnar sv.o ört, að hitaframleiðslan eykst og getur valdið bruna. Auk þess að vera hitagjafi, hefur diathermi tals- verða analgetiska verkun. -— Það er hægt að auka vökvastrauminn um vef-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.