Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 36
36 LÆKNANEMINN 4 UM BÆKUR „EN HUMANISERT PSYKIATRI" Viktor E. Frankl: Gyldendals Fakkelböker Kjempende livstro Oslo 1966. Viktor E. Frankl er læknir og próf- essor í Vín, kunnur af ritum sínum um sálar- og geðsjúkdómafræði. Hann er ágætur rithöfundur. Stíllinn er áreynslu- laus og hnitmiðaður. I ofangreindri bók birtast í mjög læsilegri norskri þýðingu tvö stutt verk hans, „Ein Psycholog erlebt das Konzentrationslager" (1947) og „Man’s Search for Meaning. An Introduction to Logotherapy" (1959). Norska nafngiftin „Kjempende Livstro" er hálfleiðinleg og væmin. Fyrri hluti bókarinnar segir frá þriggja ára veru höfundar í fangabúð- um nazista, þar sem honum veittist ó- hugnanlegt tækifæri til að reyna eigin viðbrögð og annarra andspænis einum verstu aðstæðum, sem um getur. — 1 síðari hlutanum skýrir hann nokkur aðalatriði logoterapíunnar, en svo nefn- ir hann kenningar sínar og aðferðir í sállækningum. Er orðið dregið af gr. logos, sem hann þýðir sem merking eða meining. Eitt aðaleinkenni manns- ins er „viljen til mening“ (sbr. „viljen til lyst", gleðiþráin, hjá Freud og „viljen til magt“, valdagirnin, hjá Ad- íer). Allt heilbrigt fólk verður að „lifa fyrir“ eitthvað, skynja einhvern tilgang með lífi sínu, ef það á ekki að lenda í andlegri og félagslegri kreppu, hraka að þreki og dómgreind. Þetta fyrirbæri, þennan misbrest á nauðsynlegri lífs- fylling, nefnir Frankl „existentiell frus- tration". Þessa „frustration“ telur hann mjög mikilvægan orsakaþátt margra andlegra vandamála, og þar sem hún er yfirgnæfandi talar hann um „noogen neuroser" (gr. nus = hungur), og þarfn- ast þær meðferðar samkvæmt grein- ingu. Skylt „extistentiell frustration" er „det existentielle vakuum.... folelsen af total meningsloshet ved tilværelsen", sem er „vár tids masseneurose", nihil- ismi, sem birtist í margvíslegum dular- gervum og skipar manninum oftlega þrepi neðar en skepnunum. Nietzsche mun einni fyrstur hafa varað við ni- hilisma nútímamenningar. Skilgreining hans var eitthvað á þá leið, að nihil- isminn væri samsömun hins góða, rétt- láta og sanna við eigin hagsmuni, sann- færing um, að skoðanir og hugmyndir séu yfirborðsleg skreyting, hið eina sem máli skifti sé „hagsælt lífsgengi”. Ber- trant Russel skefur aldrei utan af orð- um sínum: „Stundum, þegar mestan hrylling setur að mér, liggur mér við að efast um, hvort nokkur ástæða sé til að óska þess að slík skepna sem mað- urinn haldi áfram að vera til“. „Að ákvarða hvort lífið sé þess virði að því sé lifað eða ekki, er að svara grund- vallarspurningu heimspekinnar”, segir Camus I upphafi þeirrar bókar, er á dönsku nefnist Sisyfos-Myten. „Hvor- for begár De ikke Selvmord", spyr Frankl stundum sjúklinga sína. Grikkir líktu mannlegri viðleitni við iðju hins óbugandi Sisyfosar, sem dæmdur var til að velta án afláts þung- um steini upp á hátt fjall og sjá hann jafnóðum velta niður aftur. Kannske er mannlífið hvorki merkilegra eða ó- merkilegra, þegar á allt er litið. Gjör- samlega tilgangslaust í venjulegri merk- ingu þess orðs. — Frankl segir frá því, að sumir samfangar sínir hafi talið til- gang hins þjáningarfulla lífs í Ausc- hwitz eingöngu undir því kominn, hvort þeir slyppu þaðan lifandi eða ekki. Frankl segir: „Et liv hvis mening beror pá et slikt slumpetreff — om en slipper ut eller ikke — ville dypest sett ikke være verd & leve i det hele tatt .. og noe som er meningslost i seg selv kan ikke bli gjort meningsfylt bare ved á fore det videre“. Mörgum veitist fullerfitt að finna lífi sínu tilgang, þar sem það ætti kannske að vera auðveldast, í starfi og ást. Hvernig getum við þá fundið hann í þjáningum og dauða, á sjúkrahúsum og í fangabúðum ? Hvernig getur maðurinn, eins og Frankl segir „utholdt sin egen manglende evne til á fatte livets men- i ingsfylthet i rasjonelle begreber" ? Hvernig gat Camus með góðri sam- vizku vegsamað Sisyfos og kveðið hann „bera vitni um æðri trúmennsku"?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.