Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 54
SJf LÆKNANEMINN um leið að gera peroneana, sem voru veikir, tiltölulega ennþá veikari. Ég skoðaði ekki konuna í þetta skipti, enda kom hún annarra erinda. Nokkru síðar kom hún tii mín með stokkbólginn ökla; hafði misstigið sig. Hún var ennþá með peroneus paresis, og varð ég nú að fitja uppá þar, sem frá var horfið tæpu ári áður. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Oft hafa sjúklingar með scoli- osis, sem komið hafa úr sprikli frá leik- fimikennurum, sagt: „Ég var sendur þangað, af því að hann (þ. e. heimilis- læknirinn) sagði, að það mætti ekki nudda vöðva á skökkum hrygg“. Þessir kollegar virðast hafa lifað í þeirri trú, að við fysiurgar gætum ekki ónuddandi verið. Ég hef alltaf neitað hai’ðlega, að um einhvers konar hagsmunasamninga við leikfimiskennara gæti verið að ræða. En hitt veit ég að minnsta kosti, að ekki hefur alltaf verið lifað samkvæmt boðorði því, sem heitir Codex Ethicus. Vel á minnst. Codex Ethicus er úrelt plagg frá þeim tímum, sem medicina var umvafin gloria mystica. Fólkinu var haldið í þeirri trú, að gerðir lækn- anna byggðust á yfirmannlegum vís- dómi. Samkvæmt Codex Ethicus er sjúklingurinn varnarlaust fórnardýr og lækninum er boðið að einoka vizku sína. Þótt mér sé kunnugt um að collega minn sé „arte medica" að skaðskemma eða hálfdrepa nágranna minn, þá er mér boðið að halda mér saman. Það er fyrirkomulag sjúkrasamlags- ins að greiða aðeins 15 fysiskar að- gerðir á ári (S.R. greiðir 25 aðgerðir á ári fyrir vissa sjúkdóma), hefur skap- að þá trú hjá sjúklingum og læknum að eitthvert yfirnáttúrlegt samband sé milli tölunnar 15 og fysiskra lækninga. Þetta er ennþá ein villutrúin í sam- bandi við fysiurgia. Það er ekki hægt að heimta að sjúklingi batni endilega eftir ákveðinn fjölda fysiskra aðgerða, fremur en eftir ákveðinn skeiðafjölda af mixtúru eða dropafjölda af tinctúru, — að vísu hafa kollegarnir oft verið furðu nærfærnir um að geta sagt sjúkl- ingum fyrirfram, eftir hversu marga dropa þeim yrði batnað. Við fysiurgar höfum tæplega komist svo langt enn- þá. Þessi 15 skipti eru þannig til orðin, að þegar S.R. var stofnað, bað próf. Jóhann Sæmundsson mig að athuga, hversu margar fysiskar aðgerðir ég hefði þurft að viðhafa til jafnaðar við sjúklinga mína fram að þeim tíma, þ. e. í 6 ár. Það reyndust 16 % aðgerð. Til þess að vera einhvers staðar nærri þeirri tölu, ákvað S.R. að taka þátt í greiðslu 15 aðgerða á ári. Margir sjúklingar þurfa aðeins örfáar aðgerðir, svo að það er augljóst, að aðrir hafa þurft nokkuð margar til að jafnaðartalan yrði 16%. Af þessari 15-skipta-trú hætta sjúklinga oft of fljótt fysiskum að- gerðum sjálfum sér tii skaða og von- svika. Mjög algengt hefur verið, að sjúklingar, sem komu til mín í fyrsta skipti, hafa sagt: „Hann (heimilislækn- irinn) sagði, að ég þyrfti svo og svo mörg skipti". Slíkar leiðbeiningar eru vægast sagt óþarfar. Við skulum hugsa okkur að til mín sé sendur sjúklingur með höfuðverk. Væri ég lyflæknir og læknaði með pill- um og mixtúrum þá mætti ég nota svo margar tegundir meðala, sem mér þókn- aðist, og engin takmörk væru fyrir því, hversu lengi ég mætti halda tilraunun- um áfram. En af því að ég er fysiurg og nota fysisk hjálparmeðul, þá leyfist mér að gera svo og svo margar tilraun- ir, samkvæmt fyrirmælum heimilis- læknis. Það er erfitt að eiga stöðugt í höggi við einhver utanaðkomandi öfl, og geta aldrei vitað með vissu, hvort það erum við sjálfir, eða einhver annar, sem ræður yfir þeim sjúklingum, sem að nafni til eru undir okkar hendi. Þetta er aðeins eitt af mörgu, sem hefur þróazt í skjóli samninga okkar við S.R. Þess er skylt að geta, að þessi draugur er hreinræktaður Reykvíking- ur. Árlega hafa verið sendir til okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.