Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 52
52 LÆKNANEMINN útrýmdi smám saman öðrum lækninga- aðferðum úr vitund manna. Nú vita allir læknar, hversu örlítil hundraðs- tala reynist nýt af þeim meðulum, sem notuð hafa verið, ásamt með svart- kufli, síðsireggi og Latinu um aldaraðir. Latneska orðið medeor þýddi upphaf- lega ég hjálpa sjúkum, þ. e. með hvers konar hjálparmeðulum sem er. Þetta orð varð smám saman að heiti á lyfj- um, medicina þýddi lyf, og loks færðist það yfir á allt læknisfræðikerfið. Sá sem las læknisfræði, hét studiosus medi- cinae, og síðar var chirurgiae leyft að vera með. Það var því ekki að undra, þótt fys- iskar lækningar ættu örðugt uppdrátt- ar, þegar þær fóru aftur að skjóta upp kollinum. Kom þar til, að auðvitað var fúskað í þeirri grein, eins og í öðrum lækningum, bæði af lærðum og leikum. 1 öðru lagi höfðu medicina og chirurgia algert einræðisvald á sviði lækninga- tilrauna. Það er því ekki fyrr en á allra seinustu árum, að læknastéttin hefur yfirleitt viðurkennt þessa sérgrein. Nú er hins vegar svo komið, að allar fysi- urgiskar stöðvar eru yfirfullar af klöss- unarsjúklingum — sjómennirnir, sem komið hafa til mín með ára miilibili, vegna gigtarlasleika, hafa fundið upp þetta orð. Þeir segjast vera komnir í klössun. Mér finnst það reyndar lýsandi og einnig viðurkennandi fyrir þær að- gerðir, sem þeir hafa fengið. Mér er ekki fullkunnugt um, hversu mikið hefur verið kennt um fysiurgi í íslenzka læknaskólanum síðan ég var þar, en stundum verð ég að álíta, að það hlyti að vera talsvert mikið. Það hefur ósjaldan komið fyrir, að kolleg- arnir blessaðir hafa verið svo yfirmett- aðir af þekkingu í fysiurgi, að þeir hafa orðið að miðla okkur sérfræðingunum nokkru af henni til að létta á sér. Sjúkl- ingar voru símsendir, útskýrt hver sjúkdómurinn væri, gefin fyrirmæli um hvers konar fysiskar aðgerðir skyldu viðhafðar. Stundum botnað með, að auðvitað væri þetta bara ut aliquid fiat. Er ég árið 1930, kom heim eftir 4 ára sérnám í fysiurgi, í Danmörku og fleiri löndum, reyndi ég að finna ís- lenzkt orð, sem betur næði merking- unni í orðinu fysiotherapia en nudd. Eyrir utan það að hafa fremur niðr- andi merkingu, minna á slæleg vinnu- brögð eða nöldur, nær það ekki nema yfir örlítið brot af því, sem felst í orð- inu fysiotherapia. Ég leitaði m. a. til próf. Guðmundar Finnbogasonar, en nýtt nafn fann hann ekki. Ég auglýsti því gigtlækningar, þótt það sé álíka ófullkomið og nuddlækningar, en raunar fallegra. Nú mun vera farið að nota nafnið orkulækningar. Má vera, að það mýkist í munni með tímanum. Almenningur hefur í samræmi við þann skilning og mat, sem læknarnir, starfsbræður okkar, hafa lagt á störf okkar fysiurga, farið að álíta, að við værum þeirra hjálpar- og aðstoðar- menn. T. d. get ég nefnt, að sjúkl- ingar hafa oft spurt mig, hvort þeir ættu að greiða mér hjálpina, eða gera það upp við heimilislækninn. Eins var það lengi vel með S.R. Á eyðublöðum fyrir tilvísun til fysiurga var ekki gert ráð fyrir rannsókn né greiðslu fyrir hana. Það tók okkur hart nær 30 ár að fá greiðslu fyrir rannsókn þeirra sjúkl- inga, sem til okkar voru sendir á veg- um S.R. Mun ég á eftir nefna nokkur dæmi um það, hversu hæpið er oft fyrir okkur að treysta sjúkdómsgrein- ingum rannsóknarlaust. Jafnvel hef ég verið svo heppinn, að geta afstýrt fys- iskum aðgerðum á mörgum sjúklingum, sem ýmist voru sendir til mín eða komu af sjálfsdáðum. Langar mig nú til að taka nokkrar glefsur a.f sjúkdómsgreiningum, sem áttu að fara í „nudd“. Spondylitis tb., þar sem stór gibbus var á lumbalregion (rtg.mynd sýndi, að tveir liðir voru nærri horfnir). Meðhöndlað áður sem ischias. Drengur kom haltrandi til mín,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.