Læknaneminn - 01.12.1966, Side 6
6
LÆKNANEMINN
Finnist hækkandi neutraliser-
andi mótefni gegn viðkomandi
veiru í blóðvatni sjúklings á bata-
vegi, er það af flestum talið
öruggt merki um, að veirurnar
geri nú engan frekari usla. Á þess-
ari kenningu byggist það eina
varnarkerfi, sem læknisfræðin hef-
ur í dag gegn veirusjúkdómum,
bólusetningar. Bólusetningar eru
ýmist í því fólgnar að gefa fóiki
veiklaðar veiriu- eða dauðar, til
þess að þeir bólusettu myndi í
blóðvatni sínu neutraliserandi
mótefni, sem hindra viremi ef sa
bólusetti kemst í snertingu við
sömu veiru í fullum sýkingar-
mætti.
Ekki eru fullkomlega ljóst,
hvað eiginlega verður um veir-
urnar sjálfar, þegar varnarkerfi
þess sýkta hefur unnið bug á
sjúkdómnmn, sem af sýkingunni
hlauzt. Stundum virðast veirurn-
ar eyðast algjörlega, eða a. m. k.
svo, að þær verða ekki finnanlegar
með neinum rannsóknaraðferðum,
sem þekktar eru í dag. Eins oft
fer þó þannig, að veirurnar virð-
ast geta haldið velli, þrátt fyrir
allt. Þær skríða inn í frumurnar
og sitja þar og hafa hægt um sig.
Myndast þá ástand, sem kallast á
máli veirufræðinga „latency“ eða
dvali og líkja mætti við dvala
þeirra dýra, sem leggjast í híði á
veturna. Veirurnar eru þarna, það
fer lítið fyrir þeim, og öll efna-
skipti þeirra láta lítið yfir sér.
Þær geta þó fengið sinn fyrri mátt,
ef mótstaða sjúklingsins minnkar
af einhverjum ástæðum. Sem
dæmi um veiru, er þannig hagar
sér, má nefna herpes simplex,
áblástursveiruna, sem er algeng
orsök útbrota á mörkum húðar og
slímhúðar og hefur einnig hneigð
til að setjast að í miðtaugakerfi.
Hegðan hrepesveirunnar hefur
ekki alveg fallið að þeirri hefð-
bundnu mynd af veirusýkingu, er
að framan greinir. Fólk, sem fær
aftur og aftur áblástur, hvað lítið
sem út af ber, hefur nefnilega engu
síður mótefni gegn herpesveiru en
þeir, sem sjaldan verða varir við
þennan kvilla. Fæstir hafa gert
sér rellu út af þessu fyrirbæri, en
flestir afgreitt málið þannig, að
húðin sé heldur óaðgengilegur
staður fyrir mótefni, veiran sé inni
í frumunum þar á blettinum, sem
smitaðist í upphafi og mótefni og
fagocytar eigi ekki hægt með að
útrýma veirunni. Það hefur heldur
ekki valdið almenum óþægindum
meðal veirufræðinga, að mótefni
gegn mörgum öðrum veirusjúk-
dómum en herpes endast ævi-
langt, t. d. mótefni gegn mislinga-
veiru. Þó er alkunna, að mótefni
eftir bólusetningar endast yfir-
leitt ekki nema í nokkur ár, ef
mótefnamyndunin er ekki örvuð
með endurbólusetningu eða nátt-
úrlegri snertingu við viðkomandi
veiru. Það eð mótefni eru gamma-
globulin, sem hljóta að brotna
niður og eyðast og ný að myndast
eins og verður um önnur efni
líkamans, virðist ekkert mæla
gegn þeirri ályktun, að endist
neutraliserandi mótefni gegn
veiru ævilangt og haldist í nokk-
urn veginn jafnmiklu magni og í
fyrstu vikunni eftir sýkingu, þýði
það einfaldlega, að veiran, sem
þar var á ferðinni, sé ekki með
öllu dauð, heldur búi í sjúklingn-
um og haldi mótefnamynduninni
gangandi og í jafnvægi við það,
sem hlýtur að brotna niður af
sömu mótefnum. Hvaða skaða ein
svona framandi kjarnasýra eins
og veira getur gert, hvort hún
getur haft ill áhrif á efnaskipti
eða jafnvel kjarnaskiptingu sýktr-
ar frumu, eða e. t. v. valdið of