Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 9

Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 9
LÆKN ANEMINN 9 veirum. Við vitum ekki enn hvers konar ástand hér er á ferðinni, og hvernig stendur á þessari afbrigði- legu hegðun sýkils og fóstra. Við vitum heldur ekki enn, hversu margir sjúkdómar í mönnum og dýrum kunna að hafa þá pathog- enesis, sem hér er lýst. Með afríkönskum þjóðflokki finnst sjúkdómurinn kuru, sem svipar til riðu. Rannsóknir á þessum sjúk- dómi og amyotrofiskri lateral scl- erosu renna stoðum undir þann grun, að til séu mannasjúkdómar sama eðlis og áðurnefndir sauð- fjársjúkdómar. Á næstu árum munu verða gerðar ítrekaðar til- raunir til að koma í þennan flokk sjúkdómum eins og selerosis disseminata subacuta, encephalit- um, vissum tegundum af Parkin- sons dementiu og ýmiss konar æxlisvexti. Tilraunir með æxlis- vöxt, sem nefndur er Burkitts lymfom, virðast ætla að bera ár- angur. Efni það, sem hér hefur verið rakið, er valið til að minna lækna- nema á, að þrátt fyrir þann mikla fróðleik, sem er saman kominn í stórum og ítarlegum kennslubók- um, er langt frá því, að við þekkj- um ennþá orsakir allra meina og það flókna samspil sýkla og fóstra þeirra, sem á einhverju skeiði ævinnar getur orðið að erfiðum eða banvænum sjúkdóm- um. Þetta efni er einnig valið til að minna á, að hér á þessu landi eru sérstaklega góð skilyrði til að átta sig á hegðun smitsjúkdóma í mönnum og skepnum og epidemiologi öll miklu einfaldari en í stærri og þéttbýlli löndum. Því er ástæðulaust fyrir þá, sem hafa áhuga á sýkla- og sjúkdóma- rannsóknum að leita út fyrir landsteinana til starfa, eftir að þeir hafa fengið nauðsynlega und- irbúningsþjálfun í rannsóknarað- ferðum. Við höfum tækifæri hér, ef við nennum að nota þau. HEIMILDIR. 1. Björn Sigurðsson, British Veterinary Journal 1954, Vol. 110, No. 7, bls. 225—270. 2. Björn Sigurðsson, British Veterinary Journal 1954, Vol. 110, No. 8, bls. 307—322. 3. Björn Sigurðsson, British Veterinary Journal 1954, Vol. 110, No. 9, bls. 341—354. 4. Björn Sigurðsson. Skírnir, CXXXII ár, 1958, bls. 165—183. „Vísindin nema aldrei staðar. Þeir, sem stunda þau fræði þykjast aldrei vita nóg. Það fylgir þeirra iðju að fá æ næmari skilning á því, hve lítið vér vitum, og breyta kinnroðalaust um skoðun, þegar nýr sannleikur kemur upp úr dúrnum. Beztu vísindamennirnir eru auð- mjúkir og fullir lotningar fyrir nýrri þekkingu, og forvitni um að skyggnast inn á ný svið, sem opnast jafnóðum og hver gáta er ráðin. Læknavísindin eiga sér ótæmandi verkefni til blessunar fyrir núlifandi og komandi kynslóðir — og þrátt fyrir allt er bjart fram undan.“ Dr. Gunnlaugur Classen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.