Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 11

Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 11
LÆKNANEMINN 11 falla en annars staðar gerast. Þetta verður að teljast afrek, en á því eru þó tvær hliðar og ekki til að hælast nema yfir annarri. Miðað við aðstæður, væri ekki hægt að leysa hið mikla starf Slysavarðstof- unnar af hendi, ef ekki kæmi til gott starfslið, kunnátta þess og dugnaður auk skipulegra vinnubragða. Er og öllu þessu til að dreifa, ef einhverjum skyldi þykja ofmælt. Ég vil einnig nefna góðan starfs- anda, sem til staðar er og skiptir verulegu máli, en hann svífur ann- ars hreint ekki allsstaðar yfir vötnunum. Fyrir utan aðbúnaðinn, sem hefur lengi staðið og stendur enn til bóta, er það einkum tvennt, sem gerir Slysavarðstofunni erfitt um vik. Hið fyrra er baráttan við að koma slösuðum inn á sjúkrahús, hið síðara átroðningur fólks, sem snýr sér til Slysavarðstofunnar með erindi, sem er utan hennar verka- hrings að afgreiða. Hið fyrra er sök heilbrigðismálastjórnarinnar og skal lýst ábyrgð á hendur henni. Það hafa fleiri líf sjúklinga í hendi sér en læknarnir einir. Hið síðara er hins vegar að mestu leyti sök læknanna í borginni og stafar til jafns af skipulagsleysi annars vegar og leti og ábyrgðarleysi hinsvegar, og er hvorugt til sæmdar. # Þá skulu rædd einstök hinna þriggja framangreindra atriða, sem eru starfsemi Slysavarðstofunnar og þar með slysaþjónustunnar í borg- inni mestur fjötur um fót. Aðstaða og aðbúnaður Slysavarðstofunnar getur ekki breytzt svo máli skipti, nema til komi nýtt og hentugra húsnæði, og liggur lausn þessa atriðis einfaldlega í því. Það hefur raunar staðið til jafnlengi tilveru Slysavarðstofunnar, að hún flytti í slíkt húsnæði, og hefur sú vitneskja raunar átt stærsta þáttinn í þeirri þolinmæði og nægjusemi, er starfslið stofnunarinnar hefur sýnt fram á þennan dag. Hið nýja húsnæði er í Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi. Mikið hlýtur það að verða veglegt hús, ef í réttu hlutfalli verður við byggingatímann. Augljóslega ætti aðstaðan að batna og þar með slysaþjónustan. Kemur þar ekki aðeins til betri aðbúnaður sjálfrar Slysavarðstofunnar, heldur einnig væntanlega nánari samvirma við vel búnar sjúkradeildir aðrar og greið- ari aðgangur að margháttaðri sérfræðiaðstoð. Er ástæðulaust að hafa um þetta fleiri orð, en á hitt vil ég þó benda, að uppbygging og skipu- lag hins nýja húsnæðis verður að fylgja kröfum og ráðum þeirra, er gerst þekkja — þeirra og engra annarra, skilyrðislaust — og skal alls ekki þolað, að leikmenn reyni þar um að breyta og vítavert, ef þeir fá til þess samþykki þeirra manna í læknastétt, sem ekki hafa hundsvit á þessu sviði, hvað svo sem líður fínum titlum. Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að fara að ræða um byggingamálin í Fossvogi, en rétt er þó að minna á það, sem að lækn- unum snýr. Það er fullkomið ábyrgðarleysi af þeirra hálfu, að sýna eilíft langlundargeð gagnvart seinagangi sjúkrahúsbygginganna. Það má láta stjórnmálamönnum það eftir að gera sig að ómerkingum í aug- urn hugsandi manna í þeirri von að vinna atkvæði hinna, sem auðvitað eru miklu fleiri. Hinsvegar ættu forsvarsmenn lækna ekki að láta nota sig sem trúða og standa eins og útklipptar glansmyndir með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.