Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 18

Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 18
18 LÆKNANEMINN á vakt í hverju þeirra. Raunar á ekki að þurfa að ræða þetta. Þess hlýtur að vera krafizt af lækni, að hann skilji að þessi þjónusta er nauðsynleg, og hana þarf að skipuleggja og reka af fullri ábyrgð, ann- að er stéttinni til vansæmdar. Það á ekki að koma fyrir, að læknir gleymi því, að hann á neyðarvakt eða hann sjái ekki sem skyldu sína að leggja til mann fyrir sig, ef hann forfallast, en láta ráðast, hvort læknabifreiðarstjórinn fær einhvern. Læknir hefur ekkert leyfi til að haga sér þannig og ætti. einhverju að varða. Sú breyting hefur orðið á lyfjaafgreiðslu í borginni, að lyfjabúðir eru ekki lengur opnar frá kl. 21 að kveldi. Þetta eiga læknar ekki að láta bjóða sér. Með þessu er þeim sagt fyrir, hvaða lyf þeir eigi að nota og hversu mikið þeir mega skrifa upp á af hverju fyrir sig. Ef lyfjabúðirnar geta ekki haft opið á nóttunni, er miklu nær að vakt- læknar borgarinnar gerist sjálfir lyfsalar að hætti héraðslækna og hafi þau lyf í tösku sinni, er þeim þykir líklegast að þeir muni þurfa að nota og vilja nota. Næturvörzluna í Stórholti 1 á að leggja niður. Hún er til skammar og verri en ekki neitt. # Ég vil að lokum vekja athygli á einu atriði í sambandi við slys og slysaþjónustu, sem ekkert hefur reynt á til þessa, sem betur fer. Hér á ég við ,,massa“-slysin. Við hér á Slysavarðstofunni verðum að líta á það sem laun himnaföðurins fyrir þolinmæði okkar og nægjusemi, eiginleika, sem honum eru vel þóknanlegir, að við höfum ekki þurft að standa frammi fyrir slíkri skelfingu. En vel gæti honum sinnazt. Það hefur fyrr gerst vegna léttúðar og kæruleysis mannfólksins. Hann lét mikið rigna á dögum Nóa. Mér er það vel kunnugt, að yfirlæknir Slysavarðstofunnar hefur haft af þessu miklar áhyggjur og hvað eftir annað gengið fyrir þá aðila, sem líklegastir væru til að geta veitt einhverja úrlausn og búið betur að m.t.t. að mæta slíkum hörmungum. Honum hefur allsstaðar verið vel tekið og skilningur manna verið aðdáunarverður. Orðin eru til alls fyrst. En skyldi vera nóg að vita af vinsamlegri afstöðu fínna manna, ef til kastanna kæmi? Ég geri mér ekki fyllilega grein fyrir, hversu yrði á Slysavarð- stofunni, ef þangað kæmu t.d. 30 manns eða fleiri stórslasaðir í einu, eftir t.d. flugslys. En þetta varðar ekki Slysavarðstofuna eina. Hvernig eru sjúkrahús borgarinnar undir þetta búin? Hvað tæki langan tíma að ganga frá formsatriðum og snúa þeim í gang? Hvað væri yfirleitt hægt að kalla til mikla hjálp t.d. um helgi á miðju sumri? Hvar eru „intensiv care“ deildir sjúkrahúsanna ? Hvar er þjálfað starfsfólk á þær deildir? Við vonum öll, að hörmuleg stórslys beri ekki að höndum, en það þýðir ekkert að loka augunum fyrir staðreyndum. Þessi slys verða og þau getur hent hér. Þau gera ekki boð á undan sér, þau gætu orðið strax í dag. T.d. bíða þau ekki endilega eftir því að byggingu Borg- arsjúkrahússins í Fossvogi ljúki. Og við getum haldið áfram að spyrja. Hvemig stæði einn héraðs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.