Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Síða 20

Læknaneminn - 01.12.1966, Síða 20
20 LÆKNANEMINN FRÁ RITSTJÓRN Mjög hefur verið rædd hin síðustu misseri heilbrigðisþjónustan við hinar dreifðu byggðir landsins, og með hverjum hætti þar mætti um bæta. Vorið 1965 voru samþykkt á Alþingi ný lög um þessi efni. Ekki verður séð, að þau hafi enn leyst nokkurn vanda. Meðal hinna yngri manna í læknastétt og verðandi lækna virðist samstaða um þá hugmynd, að reisa beri læknamiðstöðvar. Raunar er tæpt á henni í nefndum lögum, heimild gefin til að sameina læknishéruð, ef visst ástand skapast. Um frumkvæði að stofnun læknamiðstöðva er ekki getið. Hugmyndin er vanmetin, þykir okkur yngri mönnum. En við verðum að vænta þess, að valdhafar veiti hér meira lið. Samvinna við þá er að siálfsögðu skilyrði fyrir beztum farnaði málsins. Að öðr- um kosti verða hermenn hugmyndarinnar að berjast. Læknastúdent- ar mega þá ekki sitja hjá. Þeim er málið hvað skyldast. # Við stúdentar erum í skóla, er nefnir sig Universitas. Meir við hæfi væri verksmiðja, sem framleiðlr embættismenn. Nemur fram- leiðslan um 70—80 stykkium á ári. Ullarverksmiðjan Gefjun fram- leiðir um 70—80 lopatonn á ári. Ólítið hefur verið klifað á, að háskóli væri vísinda- og kennslu- stofnun. Skilgreiningin er rétt. Allir vita, hve vel hefur tekizt. Akur mannlegrar þekkingar er lítill flatarmáls og nauðsyn að stækka hann. Talsverð íþrótt er að vinna myldinn akur. Er þó íþrótt miklu meiri að brjóta grýttan mó, stækka akurinn. Snjall kotbóndi stækkar akur sinn. Varningur Háskóla íslands er að mestu verka- menn á hinn mylda akur. — Skulum við enn kot byggja? Það er óleyfilegt að kenna öðrum um allt. Eflaust er aðbúnaði, kennslu og kerfi um margt áfátt. En meir mun okkur stúdentum sjálf- um áfátt. Fram til síðustu missera hefur gagnrýni aðeins verið hvíslað. Fantasí hefur að engu verið metin. Hvers er að vænta af þvílíkum hóp? Hann þjáir andlegt náttúruleysi. — Eða er það lögmál, að mað- urinn hætti að huasa, þegar hann er f arinn að geta étið sig saddan ? — Megum við þá biðja um jarðskjálfta, eldgos og hafís, ef velsældin eyðir okkur. # Til að skapa menningarverðmæti, þarf sjálfstæði einstaklinga. Finnist þeir ekki, dugir skammt að eiga háskóla, leikhús, hljómsveitir o. s. frv., jafnvel nægja ekki heldur hvítar skyrtur, form, varla rétt bnkk og beygj. Allt þetta getur apandi múgur átt. En öpun er ekki sköpun. Hvað er þjóðernisstefna? Að dauðhalda í allt gamalt? Að neita öllum nýjungum? Einangr- unarstefna, sporn við öllum utan komnum áhrifum? Ekkert af þessu,

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.