Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 23
LÆKNANEMINN
SS
Evrópa í vísindalegu myrkri und-
ir verndarvæng kirkjunnar. Engin
stærðfræðileg rit, sem neinu máli
skipta, eru samin á þessu tíma-
bili. Öll áherzla var lögð á rök-
fræði og guðfræði, en rit Aristót-
elesar nánast dýrkuð sem endan-
leg sannindi en ekki lesin.
Menningarleg forusta hvarf frá
Evrópu í hendur Araba.
Vakning Evrópu til nýrrar vís-
indalegrar hefðar tók nokkrar
aldir. Þægilegt er að miða við, að
nútíma stærðfræði hefjist 1636—
1687. Fyrra árið kom út Geom-
étrie Descartes, en hið síðara
Principia Newtons. Þróun stærð-
fræði eftir 1700 hefur verið með
eindæmum hröð og enn sjást eng-
in merki stöðnunar. Samhliða
þessari miklu blómgun stærðfræð-
innar hafa flestar greinar raun-
vísinda tekið stórfelldum framför-
um. Glögg dæmi þessa eru stjörnu-
fræði og eðlisfræði, en báðar þess-
ar greinar hafa á síðustu áratug-
um orðið æ stærfræðilegri að
formi. Tycho Brahe varði mest-
um hluta ævi sinnar til að safna
upplýsingum um stöðu fasta^
stjarnanna. Það safn staðreynda,
sem Brahe lét eftir sig var ekki
líklegt til að fræða neinn, sem
reyndi að lesa það. Það var fyrst
er Kepler hafði unnið stærðfræði-
lega úr hinum mikilvægu athug-
unum Brahe, að unnt var að um-
skrifa þau á hinn auðskilda hátt:
Reikistjörnur ganga um sólu
eftir misvíðum sporbaugum.
Margir hafa fylgt fordæmi
Keplers og leyst vandamál raun-
vísinda með aðstoð stærðfræðinn-
ar. Afstæðiskenning Einsteins
gerbreytti hugmyndum manna um
tíma og rúm. Afrek Einsteins var
að finna þekktum stærðfræðileg-
um lögmálmn nýjan vettvang í
eðlisfræði.
Hvers vegna hefur stærðfræð-
in reynzt öðrum vísindagreinum
svo styrk stoð ? Aðalstyrkur
stærðfræðinnar er að hún smíðar
rökrétt líkön þess sem gæti verið.
Með hjálp þessara líkana verða
oft hlutir augljósir, sem ella væru
mjög torskildir. Með því að losa
hugann undan hinu einstaka opn-
ar stærðfræðin nýja möguleika til
óhlutlægrar hugsunar. Bandaríski
stærðfræðingurinn Alfred North
Whitehead kemst svo að orði:
,,The paradox is now well esta-
blished that the utmost abstrac-
tions are the true weapons with
which to control our thought of
concrete fact“.
Hvað hafa líffræðingar haft fyr-
ir stafni á Jpessari annaöld eðlis-
fræðinga ? A því herrans ári 1966
á öld tækni og vélvæðingar, geim-
ferða og vetnissprengja eru víð-
áttur hinna margvíslegu forma
lífsins enn að mestu ónumið land.
Ýmsir samtímamenn Claude
Bernard héldu því fram, að lifandi
verur hefðu einhvern óskýrðan
lífskraft, sem gerði tilraunir með
þær óhugsandi. Pasteur þurfti að
sanna, að líf kviknar ekki af
dauðu efni. Svo frumstæðar voru
hugmyndir manna um líf fyrir að-
eins rúmum 100 árum. Líffræðin
er ennþá á stigi lýsingar. Okkur
verður að nægja að kryfja og
sneiða niður líffæri og lýsa því,
sem við sjáum með berum augum
eða með stækkun. — Hvað er líf ?
Nútímamenn virðast vera því hóti
nær svari, en hinir fornu Grikkir,
að þeir vita um tengsl lífsins við
frumur. Hvað það er, sem gerir
frumuna lifandi, höfum við enn
enga hugmynd um. Lífefnafræðin
hefur enn ekki eignazt kerfi, er
samsvari hinu periodiska kerfi ó-
lífrænu efnafræðinnar, og aðferðir
til að tákna efnabreytingar í