Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 25

Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 25
LÆKNANEMINN 25 Frá stjórn F.L. Það er læknanemum öllum mik- ið fagnaðarefni, er nú á síðastliðnu ári, hefir aukinna samskipta gætt milli samtaka lækna í landinu og F. L. Vonandi verða þessi sam- skipti vaxandi, og ætti tilkoma félagsheimilis læknasamtakanna í Domus Medicia að auðvelda þá samvinnu. Það hefur ærið oft borið á góma, og læknasamtökin verið gagn- rýnd fyrir, að ekki fyrirfinnist á vegum þeirra upplýsingamiðstöð, er veitt gæti ungum læknum og verðandi læknum upplýsingar um þörf lækna í landinu, dreifingu þeirra í sérfræðigreinar, framtíð- arhorfur í þeim málum o. m. fl. Jafnframt ætti þessi miðstöð að geta gefið upplýsingar um sér- nám erlendis og á ýmsan hátt auðveldað mönnum val landa og skóla, ef þeir hyggja á framhalds- nám. Það virðist nú kjörið tæki- færi, þar sem læknasamtökin (L. I. og L. R.) hafa eignast veglegt og rúmgott húsnæði í Domus Medica, að hefjast handa um framkvæmd þessa máls. Mönnum getur vart blandazt hugur um, að upplýsingamiðstöð þessi eigi að vera til húsa í Domus Medica og rekin í náinni samvinnu læknasam- takanna og Félags læknanema. Yrði þannig komið á fót varan- legu samstarfi læknasamtakanna og læknastúdenta, sem tvímæla- laust er spor í rétta átt. Læknanemar hafa um árabil heyrt talað um hús eitt hátimbr- að, er upp skyldi rísa á sverði ís- lenzkum og hljóta nafnið Lækna- deildarhús.Tilvist þessa húss ku víst eingöngu vera í beinum og brotnum línum arkitekta, ef þau strik hafa eigi orðið öflum þeim, er skyldust eru möl og ryði, að bráð. Undanfarin misseri hefur læknadeild unnið að tillögum til endurbóta kennslufyrirkomulagi deildarinnar. Hinar nýju tillögur eru nú komnar fram, og fela í sér gjörbyltingu á núverandi fyrir- komulagi. Styðja læknanemar þessar tillögur heilum huga og telja þær mikið framfaraspor, nái þær fram að ganga. Ljóst er af bessum tillögum, að í tveimur atriðum, umfram önn- ur, muni skórinn kreppa. Þó að nægilegt fjármagn fengist til þess að hrinda fram þessum tillögum, yrði mikill skortur lessala og kennslurýmis, jafnframt skorti sérmenntaðra manna til þess að annast kennslu í grundvallargrein- um læknisfræðinnar. Ráðlegt mætti því telja, að læknadeildin beitti sér fvrir bví að tekin vrði fvrsta skóflustunga verðandi Læknadeildarhúss, ekki sízt. ef byggingahraði íslenzkra siúkrahúsa er hafður í huga. Enn- fremur styrkti deildin bá ungu lækna, sem áhuga hefðu á að sér- mennta sig í grundvallargreinum læknisfræðinnar með framtíðar starf á íslandi í huga. Forseti albióðasamtaka lækna- stúdenta I.F.M.S.A., en ísland er, eins og kunnugt er, aðili að bess- um samtökum, Skotinn Ian Fras- er hefur látið í liósi mikinn áhuga á að heimsækia ísland. Það var bví ákveðið að bióða Fraser sem heiðursgesti á árshátíð F.L. i bvriun marz nk., og hefur hann sýnt félaginu bá sæmd að bekkiast boðið. Hyggium við læknanemar gott til þessarar heimsóknar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.