Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Page 28

Læknaneminn - 01.12.1966, Page 28
28 LÆKNANEMINN ur. Efra spor sveiflusjárinnar sýnir rafmagnsfyrirbærin og neðra sporið aflsvörun. Mynd B. sýnir áhrif noradrenalins, sýnir hvað gerist, ef þér eruð í geðshrær- ingu, standið í húsbyggingu eða þ. u. 1. Himnuspennan fellur, tíðni spennusveiflanna eykst, samdrátt- ur æðafrumanna fylgir eftir, og er algjör eftir tvær mínútur (mynd C). Á mynd D hefur nor- adrenalínið verði fjarlægt fyrir einni mínútu. Enn sem komið er hef ég ein- gönsru gert mælingar á rafspennu- sveiflum bláæða. Mvndin er frá portæð. En bar sem 3A hlutar blóð- magnsins eru veniulega í bláæðum, þá er snenna bláæða hin mikilvæg- asta. Þessar rannsóknir skapa nýja möguleika á að skvra hvern- ig adrenalín noradrenalín og hverskonar lyf valda þeim áhrif- um, sem þau hafa á blóðrásina. Þetta er enn á byrjunarstigi. Hefur eitthvað birzt urn þetta? Jú, við höfum sagt frá bessu bæði í Cambridge og á norrænu lífeðlisfræðibingi, sem haldið var í Finnlandi í sumar. Hafa þegar birzt um þetta þrjár greinar. Hafið þér aðstöðu til að halda bessum rannsóknum áfram hér heima ? Það er í siálfu sér ekkert, sem hindrar bað annað en tækiaskort- ur. húsnæðisskortur, skortur á að- stoðarfólki og sú staðrevnd, að mér er ætlað að kenna aðstoðar- laust 40—50 stúdentum lífeðlis- fræði. Við bysr^ðum bessar rann- sóknir upp síðast.liðinn vetur á tveimur rannsóknarstofum í Cautaborg. Þar er beim haldið á- fram, og ég revni að taka fullan bátt í beim bréflega. ,,Lífeðlis- fræðistofnun Háskóla íslands" er annars talinn aðili að öllu, sem um þetta birtist. Þarna er um að ræða tiltölulega nýja rannsóknargrein? Já, það má víst segja það. í sumar leið var haldið í Cambridge fyrsta alþjóðlegt symposium um raffræði æða. Ræðumenn voru 7. Þarna var að sögn saman komið allt það fólk, sem hafði tekizt að ná einhverjum mælingum á raf- spennusveiflum æða. Þessar rann- sóknir hafa vakið mikla athygli miðað við, að þær eru á frumstigi og ennþá fræðilega óstöðugar. Ástæðan er eflaust sú, eins og ég gat um áðan, að æða- og hjarta- sjúkdómar eru ein algengasta dán- arorsökin í flestum menningar- löndum, og að til þessa höfum við lítið sem ekkert vitað um lífeðlis- fræði sléttra æðafruma sökum tæknilegra örðugleika á mæling- um. Það mætti kannski geta þess til gamans, að fjöldi erlendra vís- indamanna hefur komið að máli við mig og boðizt til að koma til íslands til að vinna að þessum rannsóknum á æðum, en ég hef orðið að svara því til, að mér væri sönn ánægja að því — sumir eru þekktir menn og gætu orðið að ómetanlegu liði — en hins vegar væru húsnæðisvandræði svo mik- il, að slíkar heimsóknir yrðu að bíða. Hvað um hinar fyrirhuguðu breytingar á kennsluháttum hér við deildina? í skýrslu þar um segir, að þér hafið ekki verið með í ráðum. Það kom ekki að sök. Flest er mér að skapi. I Bretlandi gafst mér kostur á að ræða við ýmsa af þeim mönnum, sem sátu í nefnd þeirri, er gerði áætlun um nýjan læknaskóla í Nottingham, sem verða á til fyrirmyndar þar sem

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.