Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Page 30

Læknaneminn - 01.12.1966, Page 30
30 LÆKNANEMINN saman hefðu ekki haft nokkurt tækifæri til að sjá sjúklinga, hvað þá heldur sýna ykkur sjúklinga. Eins væri það að kenna lífeðlis- og lífefnafræði og hafa ekki tök á að sýna ykkur eða láta ykkur gera eina einustu tilraun. Jón Hjaltalín sagði fyrir 100 ár- um: „Að kenna anatomi án kruf- inga er eins og að kenna úrmakara án þess hann sjái nokkru sinni úr.“ Eg tek undir þetta, það er sama hugsunin. Og það er andskoti hart að líða þurfi 100 ár, áður en haf- izt er handa. Þér sögðuð, að flytja bœri alla lœknakennslu í Landspítalann. Missa þá ekki læknanemar sam- band við aðrar deildir Háskólans? Ég vona, að svo verði ekki. Gert er ráð fyrir því, að þið fáið í upp- hafi almenna líffræðilega mennt- un. Þessi kennsla yrði væntan- lega látin í té af mönnum, sem kenna jöfnum höndrnn við lækna- deild og náttúrufræðideild, þegar hún kemmst á legg. Og ég sé ekk- ert því til fyrirstöðu, að menntun lækna og líffræðinga yrði sameig- inleg lengi vel. Þetta er svo í Eng- landi, þar sem ég þekki til. Þetta er æskilegt ekki einasta vegna fæðar okkar og takmarkaðra kennslukrafta, heldur er þetta líka eitt af því, sem átt er við með ,,integration“. Það er ekki bara verið að tengja hinn fræðilega grundvöll læknisfræðinnar hag- nýtu starfi, heldur einnig öðrum greinum vísindanna. Framfarir í læknisfræði hafa að verulegu leyti byggzt á framförum í líffræði. Eg vona svo sannarlega, að fyrirhug- aðar breytingar leiði ekki til ein- angrunar heldur auki tengsl ykk- ar við menn í öðrum greinum, þar sem hluti af ykkar námi yrði sam- eiginlegur þeirra. 1 fljótu bragði sé ég ekkert því til fyrirstöðu, að verðandi líffræðingar sæki nám sitt upp í Landsspítala. Það er víst farið að ræða um stofnun náttúrufræðideildar, en það er að- eins á umræðustigi ennþá. Það væri mjög illa farið, ef lækna- deildin yrði ennþá meiri sérskóli en nú er, og það er eins andstætt mínum hugsunum og hugmyndum og nokkuð getur verið. Þér hafið aðeins rætt samband- ið við líffrœðinga — hvað um húmanista, sem svo eru nefndir? Það er ekki síður mikilvægt. „Die Grenzen meiner Sprache bedeuten die Grenzen meiner Welt“, segir Wittgenstein. Orða- forði manns takmarkar þann heim, sem hann getur talað um skýrt og skiljanlega, þann heim, sem er sameign hans og annarra. Og því má ekki gleyma, að ,,mál“ í víðustu merkingu felur í sér teiknakerfi allra vísinda, stærð- fræði, eðlisfræði o. s. frv. auk dag- legs máls. Eflaust eiga allir sér svo reynslu, sem ekki verður tjáð í lógisku kerfi. Það er okkar óskýri einkaheimur. Þess vegna höfum við listina. — En nú erum við komnir langt frá efninu. Alls ekki, er þetta ekki merg- urinn málsins? Jú, kannski. Alla vega held ég, að skýrleiki í hugsun og máli þ. e. a. s. því rökkerfi, sem maður hef- ur bezt vald á, fari nokkuð sam- an. Ég held líka, að það yrði að ómetanlegu gagni fyrir stúdenta og skólann í heild, ef hafin yrði kennsla í vísindasögu og vísinda- legri aðferðafræði. Leitazt yrði við að skýra vísindalega aðferð, hvernig þekkingar er aflað. Fæst þá nokkur innsýn í náttúru svo- kallaðrar vísindalegrar þekkingar og takmarkanir hennar.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.