Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Side 40

Læknaneminn - 01.12.1966, Side 40
40 LÆKNANEMINN Aðalatriðið er, að bókin er bráð- skemmtileg aflestrar og til að gera hana enn girnilegri, er hún prýdd mikl- um fjölda sérlega góðra teikninga. NÝJUNGAB 1 VlSINDUM Penguin science survey B 1966. Að vanda inniheldur bók þessi nokkr- ar aðgengilegar og vel læsilegar rit- gerðir um ýmsar nýjungar í þeim grein- um vísinda, er fjalla um líffræðileg efni. Höfundar eru sérfróðir menn, en ritgerðirnar sniðnar fyrir áhugamenn. Pyrst er greinin „Hypothermia in surgery,“ sem bæði er sögulegt yfirlit (elztu heimildir um kulda við lækning- ar, eru frá 3500 f. Kr.) og nýtízku líf- eðlisfræði. „Human temperature regula- tion. . .“, er fróðleg grein, sem lýsir bæði einföldum og mjög flóknum og umfangsmiklum tilraunum, sem á síð- ustu 30 árum hafa varpað nýju ljósi á þessi mikilsverðu atriði. „Effects of temperature on microorganisms“, at- hyglisverð ritgerð um áhrif hita og kulda á einfrumunga. Einfrumungar hafa fundizt, sem lifa góðu lífi margra tugi gráða neðan við frostmark, í sterk- um saltlausum eða í undirkældu vatni. Efri mörkin, sem einfrumungar geta vaxið við, 73° C, takmarkast af því, að við það hitastig hættir RNA að geta bundið amínósýrur og tengt þær sam- an 1 prótein. „Progress in low-tempera- ture biology", er mjög athyglisverð rit- gerð, sem fjallar einkum um vandamál varðandi geymslu lifandi fruma og heilla líffæra í djúpfrystingu. Fundizt hefur, að tvö efni, glýcerol og dímethyl- súlfoxýð, verja frumur fyrir skemmd- um af völdum frystingar. Nú er leitað fleiri efna með svipaða eiginleika. „How insects adjust to changes of tempera- ture." Skordýr eru hæfust allra fjöl- frumunga til að lifa við margbreytileg lífsskilyrði, einkum er varðar hitastig. Til eru skordýr sem lifa eðlilegu lifi þó hitastigið fari niður fyrir frostmark. Padda nokkur, sem heitir Scatella thermarum, lifir góðu llfi við 47,7° C í heitum laugum hér á landi. Eitt athyglisvert atriði í ritgerð þessari er, að sum skordýr framleiða glycerol í vefjum sínum á haustin og þola því að frjósa og þiðna aftur. „The chemotherapy of virus infenctions." Það er ein af stóru spurningum læknisfræðinnar nú, hvort unnt verður að framleiða virk lyf við veirusjúkdómum. Fundizt hafa tvö efni, sem eru talsvert virk, hvort gegn sínum sjúkdómi. Methisazon er virkt gegn bólusótt, en hefur þó einkum þýð- ingu til að fyrirbyggja sýkingu. Idox- uridin (skylt thymidini) er virkt við herpes-veiru sýkingu í augum. Vonandi er þetta aðeins upphafið. „Immuno- logic protection against virus infect- ions". Fjallar um ýmis atriði varðandi helztu vörn okkar gegn veirusjúkdóm- um. „Interferon and virus infections.". Þetta er ágæt grein um hið merkilega efni interferon. Efni þetta myndast í líkamanum og hindrar vöxt veira. Inter- feron er frábrugðið mótefnum (anti- body) á þann hátt, að verkun þess er bundin við sömu dýrategund (interferon úr hestum er óvirkt í mönnum), en það verkar jafnt á allar tegundir veira. Ekki er vitað á hvern hátt interferon truflar vöxt veiranna, en þó er vitað að það gerist inni í frumunum. Af augljós- um ástæðum eru bundnar miklar vonir við efni þetta. „The challenge of insecti- cide resistance. Telling the age of mosquitoes. Gregor Mendel and his time." Ritgerðir þessar eru allar ágætar og athyglisverðar hver á sinn hátt. Magnús Jóhannsson ARFURINN Ógerlegt er að meta eða bæta allt það tjón, veraldlegt og andlegt, sem Danir hafa bakað Islendingum á liðn- um öldum. Torvelt yrði að telja saman fjármuni, dýrgripi og önnur verðmæti, sem hinir „dönsku hrafnar" „ginntu um haf“ eða slógu „lögmætri" eign sinni á, svo sem vera ber I þess konar samskift- um þjóða, (enda telja þeir víst ófull- komin skil sín á handritunum einstæða gjöf). Slíkar upprifjanir hefðu orðið til þess eins að ala á úlfúð og langrækni, en okkur mun flest þarfara. Hið eina, sem við fórum fram á við Dani, var að fá hingað Islenzku handritin í Árna- safni, og það er trú og von margra, að þau geti orðið íslenzkum fræðum og menntalífi mikil lyftistöng. Vissir aðil- ar frá báðum þjóðum hafa barizt vel fyrir máli þessu, en sú saga er öllum kunn og verður ekki rakin hér. En leiðinlegt var allt það tyllidags- raus, sem brauzt fram þ. 17. nóv. s.l., lofsöngur og þakkargjörð fyrir allt og allt. Hvergi var vært fyrir hinni há- fleygustu speki I tilefni dagsins, orðs- kviðum slitnum frá rökum og sam- hengi skapandi hugsunar. Sjálfstæðis- baráttan var til lykta leidd!

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.