Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Page 43

Læknaneminn - 01.12.1966, Page 43
LÆKNANEMINN ±3 með honum, lært af starfi hans og lesið af bókum. Nám munu þeir aðallega hafa stundað á vetrum, en hjálpað til við búreksturinn á sumrum. Námsgreinar þær, sem Bjarni kenndi, voru: líffærafræði, handlæknisfræði, grasafræði, lyfjafræði og yfirsetufræði. Fljótt munu læknanemar hafa farið að hafa samskipti við sjúklinga og ef til vill gera eitthvað upp á eigin spýtur, því næg voru verkefnin. Fyrsta læknaprófið er svo hald- ið á Alþingi í viðurvist yfirvalda 20. júlí 1763 og var þar einn maður prófaður. Árið 1781 eru héraðs- læknar orðnir fjórir á landinu, einn í hverjum fjórðungi. Þeir landlæknar, sem komu á eftir, Bjarna, kenndu svo læknaefnum en af misjöfnum áhuga þó. Kom svo að því, að læknakennsla lagð- ist niður hér á landi. Þá þurftu læknaefnin að sækja nám til há- skólans í Kaupmannahöfn við erfiðar aðstæður og fjárvana. Fram til 1855 munu um 10 manns hafa lokið prófi hjá landlæknum og líklega 12 frá Kaupmannahöfn, en af þeim ílentust nokkrir úti. Þá eru hér 8 læknaumdæmi og landsmenn um 60 þúsund. Á þessu tímabili fengu danskir kirurgar og jafnvel lyfsalar læknisembætti hér þegar ekki var til nóg af ís- lenzkum læknum. Þá gerist það, að Jón Hjaltalín er skipaður landlæknir 1855. Hon- um er þegar ljóst í hvert óefni er komið og hann hefur baráttu fyr- ir því að stofnaður verði hér læknaskóli. Það hafðist þó ekki í fyrstu atrennu, en fyrir forgöngu hans samþykkir Alþingi bæna- skrá til konungs árið 1861 um að landlæknir fengi að halda uppi læknakennslu. Fellst konungur á það með úrskurði 29. ágúst 1862. Margt var að athuga þegar hef ja skyldi læknakennslu að nýju. 23. maí 1863 segir Jón Hjaltalín í ávarpi til landsmanna: „íslending- ar hafa, sem von er, lengi óskað eftir því, að læknakennsla kæmist á hér á landi, en þeirri ósk þeirra fylgir þá um leið skylda frá þeirra hálfu, að þeir mega engan óbifur hafa á því að líkskurður tíðkist meira en áður hefur verið. Að kenna læknisfræði án lík- skurðar er eins ómögulegt og það er óþenkjanlegt að gera nokkurn þann að úrmakara, sem aldrei hef- ur séð inn í úr eða stunda- klukku. .. Líkskurður hefur á hinn bóginn engan veginn svo hryllilegt útlit við sig eins og sumar kerlingar og þeirra líkar gera sér í grun.“ Eina prófið á námsferlinum var lokaprófið og þreytti það fyrsti maðurinn 14.—17. sept. 1863. Það var þá haldið í alþingis- salnum í lærða skólanum og hafð- ir voru fjórir prófdómendur, en svo hafði ekki verið áður. Alls munu 13 kandidatar hafa lokið því prófi fram til 1876. Jón Hjaltalín hélt einn uppi lækna- kennslu til 1868 en fékk þá að- stoðarkennara. Með lögum nr. 5 frá 11. febr. 1876 er svo stofnaður læknaskóli í Reykjavík með landlækni sem forstöðumanni. Skyldi hann hafa kr. 4.800.00 í árslaun fyrir bæði störfin, en einn fastur kennari, sem skipaður var, átti að hafa kr. 1.800.00 og héraðslæknirinn í Reykjavík, sem skyldaður var til að kenna í einni eða fleiri vísinda- greinum, skyldi hafa kr. 800.00 í þóknun. I reglugjörð, sem sett var fyrir læknaskólann, segir svo meðal annars: „Það er tilgangur hans að fræða svo þá, sem á hann ganga,

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.