Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 44

Læknaneminn - 01.12.1966, Qupperneq 44
LÆKNANEMINN u í vísindalegum og verklegum greinum, að þeir geti orðið nyt- samir læknar.“ „Kennslugreinirnar eru: lík- skurðarfræði (anatomia), líf- færafræði (fysiologia), efnafræði, grasafræði, lyfjafræði, almenn veikindafræði (pathologia) og lækningafræði (therapia), sér- stakleg kirurgisk veikindafræði og lækningafræði, sérstakleg medicinsk veikindafræði, lagaleg læknisfræði (medicina forensis), heilbrigðisfræði og yfirsetufræði.“ „Þangað til sjúkrahúsið í Reykjavík er komið í það horf, að þar koma fyrir svo margs konar sjúkdómar, að það þykir nægja til kennslunnar, er það skylda allra kennaranna að gefa þeim, sem á skólann ganga, að svo miklu leyti, sem unnt er, kost á að æfa sig eins og með þarf í því að þekkja og lækna sjúkdóma, með því að sýna þeim þau tilfelli, sem koma fyrir við læknisstörf þeirra utan spítala, ef engin sérstök vandkvæði eru því til fyrirstöðu." „Þeir, sem vilja komast á læknaskólann verða að hafa tek- ið burtfararpróf við hinn lærða skóla í Reykjavík.“ „Bæði forstöðumaður lækna- skólans og hinir kennararnir skulu hafa nákvæmt eftirlit með siðferði lærisveina." „Lestraráætlun skólans er miðuð við fjögur ár.“ Þessar glefsur úr reglugerðinni sýna að nokkru leyti hvert hlut- verk læknaskólanum er ætlað. Honum er ekki ætlað að verða vís- indastofnun heldin- fyrst og fremst að framleiða nýta og dug- andi lækna. Heita mátti að akademiskt frelsi væri ríkjandi og hefur það sjálfsagt verið nýtt á ýmsa lund. Nokkurn vara hef- ur þó valdhafinn viljað hafa þar á, því að í reglugerðinni er ákvæði um að víkja megi mönnum úr skóla, ef þeir gera sig seka um endurtekna ofnautn áfengis og aðra óreglu. Þetta ákvæði mun þó ekki hafa verið notað og var stjórnendum skólans stundum legið á hálsi fyrir það. Um f jörugt stúdentalíf mun ekki hafa verið að ræða á þessum árum því að bæði voru stúdentar fáir, náms- tími stuttur og námsefni mikið. Auk þessa voru stúdentar oftast illa fjáðir og munu hafa þurft að nota þann tíma, sem aflögu var, til vinnu. Fyrstu kennarar skólans eru Jón Hjaltalín landlæknir, Jónas Jónassen héraðslæknir í Reykja- vík og Tómas Hallgrímsson áður héraðslæknir í eystra umdæmi suðuramtsins. Þegar frá líður fjölgar kennur- unrnn við skólann. Alþingi styrkti sérfræðinga eitthvað og álagði þeim um leið að kenna í lækna- skólanum í sérgrein sinni. Þann- ig fær skólinn viðhlítandi kennslu í flestum greinum, enn var þó einungis einn kennarinn án aukastarfs. 1871 hafði það verið gert að skilyrði til embættisréttinda hér á landi, að kandidatarnir hefðu starfað á fæðingarstofnuninni í Kaupmannahöfn um tíma. Við stofnun læknaskólans var bætt við þetta, að þeir hefðu líka starfað á sjúkrahúsum eitt misseri. Mest var um það kvartað á þess- um tíma hve aðbúnaður væri slæmur í læknaskólanum. Guð- mundur Magnússon segir í EIR í júlí 1899 um læknaskólann: ,Hús- næði hefur hann ekki nema tvær kompur í spítalanum í Reykjavík, eins og hann nú er og hefur verið. Húsnæði sem er af svo skornum skammti að þar rúmast ekki ann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.