Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Page 49

Læknaneminn - 01.12.1966, Page 49
LÆKNANEMINN i9 Skáldfíflaþáttur ÞaS mun viðtekin venja að hefja alla vísnaþætti á stöku eins og þessari: Oft ég reyni að yrkja stef og óðsins vegu kanna. En lítið brot ég hlotið hef af hluti skáldfíflanna. Það hlýtur að hafa verið illa farinn og vonsvikinn læknastúdent, sem leit upp úr Gray og minntist sumarfrísins fyrir norðan, því að honum varð eftir- farandi fyrripartur af munni. En Krist- ján Fjallaskáld, sem líka er að norðan, var svo vinsamlegur að lána lítið not- aðan seinnipart. Hugsa ég fátt um hjónaband, hrundum reyni að gleyma. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. Hvítvoðungur á fyrsta ári sendir eft- farandi vísur, og er sú fyrsta spakleg: Þótt séu lífsins sjóðir fríðir, ég sjaldan gullið fékk. Því er gott að geta um síðir greitt með fölskum tékk. Hann kvartar ilia, en grillir þó mögu- leika: Ég er flón, það segi ég satt og sízt með rétti hreykinn. Ef ég hefði ýstru og hatt yxi virðuleikinn. Og honum verður líka á að hugsa „hlýlega" til hitaveitunnar: Alltaf fækka aumra skjól, andar köldu á móti. Kominn er heim á kvíaból kuldabolinn ljóti. Síðasta vísan hans er ágæt til að enda þáttinn: Ljóðadís á litið magn, ljær þó flestum brima. Hún er að verða allragagn á atómskáldatíma. Þetta höfum við nóg að sinni. Pálmi Frímannsson. GÖMUL VÍSA. Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga, líkna þeim sem Ijósið þrá en lifa í skugga. Höf. ókunnur

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.