Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Síða 52

Læknaneminn - 01.12.1966, Síða 52
LÆKNANEMINN Stúdentaskiptin 1966: Stúdentaskipti fóru fram á vegum Fél. læknanema nú sem endranær. Þátttaka í þeim var svipuð og verið hefur undanfarin ár. Fél. læknanema fékk veittar 38 þús. kr. úr stúdentaskiptasjóði Háskólans og Menntamálaráðuneytið sýndi góðan skilning á eðli og gagnsemi stúdenta- skiptanna og veitti okkur ríflegan styrk. Var því kleift að veita hverjum þeim er fór utan 6 þús. kr. styrk. Reynt var að hafa skiptin gagn- kvæm eftir því sem við var komið, eins og sjá má: Danmörk Holland Bretland Svíþjóð Þýzkaland hingað 0 héðan 1 — 1—0 — 2 — 2 — 2 — 3 — 3 — 3 Áætlað var að taka við fleiri erlend- um stúdentum, en 1 Svíi og 1 Breti sendu afsvar sitt og eins og oft vill verða kom það allt of seint. Búið var að fá inni fyrir þá á sjúkrahúsi og einn- ig að útvega herbergi handa öðrum þeirra. Br slíkt ótækt og vil ég brýna fyrir mönnum, er ætla. út í skipti, en þurfa að senda afsvar, að gera það í tíma. Þeir sem hingað komu skiptust þann- ig niður á sjúkrahús: Borgarspítalinn 1 Svíi Fæðingardeild Landsspítalans 1 Svíi Landsspítalinn (handlæknisdeild) 2 Bretar Landakot (handlæknisdeild) 2 Þjóðverjar Sjúkrahús Akraness 1 Þjóðverji Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri 1 Hollendingur. Kann Félag læknanema forráða- mönnum og læknum sjúkrahúsa þess- ara beztu þakkir fyrir skerf þeirra í þágu stúdentaskiptanna. Segja má, að þeir stúdentar, sem hingað komu, hafi verið hæstánægðir með dvölina, en með meiri peningum og betra skipulagi mætti gera þeim ver- una hér enn betri. Um þá sem fóru til dvalar erlendis, held ég að flestir hafi vel við unað, nema Þýzkalandsfarar. Þeir urðu óvænt, er þangað var kornið, að greiða fæði og húsnæði. Held ég að svona fram- koma sé einsdæmi í stúdentaskiptum, og bíða Þjóðverjar hina mestu hneisu fyrir þess háttar hegðun. Ég vil samt sem áður, að lokum, hvetja alla þá er tök eiga á að fara út í skipti að gera það. Þetta er ódýr ut- anlandsferð og engum ætti að dyljast gagnsemi sú og skemmtun, sem hún veitir. Ekki veitir mönnum hér á Is- landi af að fara utan og færa út sjón- deildarhring sinn og kynnast af eigin raun, aðstöðu þeirri og tækni, sem er- lendir læknar hafa margir hverjir yfir að ráða. Reykjavík í desember, Guðbrandur Kjartansson. Vísindaleiðangur: Farið var í hinn árlega vísindaleið- angur læknanema að morgni fimmtu- dagsins 24. nóv. Á flugvellinum söfnuð- ust saman 31 læknanemi og auk þess slóst fuiltrúi kennara, Þorkell Jóhann- esson læknir, með í förina, fávísum nemum til líkamslegs og andlegs full- tingis. Flogið var með vél Fiugfélags Islands og lent í Vestmannaeyjum kl.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.