Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Page 54

Læknaneminn - 01.12.1966, Page 54
54 LÆKNANEMINN hina nýju liðsmenn til að taka sem virkastan þátt í félagslífi deildarinnar. Nokkrir af embættismönnum félags- ins voru mættir til að kynna ýmsa þætti félagsstarfsins, svo sem blaðaút- gáfu félagsins og einnig var gerð grein fyrir skyldunámskeiðum á spítulunum. Á fundinum var kosið í fulltrúaráð félagsins og er formaður þess Ársæll Jónsson, III. hl. Fundur var haldinn í F.L. 2.11. 1966. Gestur okkar var Þorkell Jóhannesson, læknir, og ræddi hann um toxicologiu eða eiturefnafræði. Skýrgreindi hann orðið eitur, talaði síðan um eitranir og með hverjum hætti eitranir yrðu. Fyr- irlesari gat þess, að nú í haust væri toxicologia kennd sem sérstök grein innan farmakologiu, í fyrsta sinn við læknadeildina. Innan sviga skal þess getið að Þorkell annast þessa kennslu. Að loknu erindi sínu svaraði Þorkell fjölmörgum spurningum fundarmanna. Á fundinum kom fram eftirfarandi tillaga frá stjórn F.L. um nýjan kaup- taxta læknanema: Daglaun: III. hluti II. — Tímakaup: III. hluti II. — I. — kr. 910.00 + 7% orlof — 780.00 + 7% kr. 127.40 + 7% orlof — 100.40 + 7% — — 89.70 + 7% — Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundur var haldinn í F.L. 14.11. ’66. Árni Björnsson, læknir, formaður L.R., flutti þar erindi um dreifingu íslenzkra lækna í sérfræðigreinar. Sýndi hann fundarmönnum tvær töflur. Var önnur um áætlaða þörf fyrir sérfræðinga á sjúkrahús, auk þeirra, sem nú eru þar starfandi. Fyrir Landsspitalann voru tölurnar 15—17 sérfræðingar og 26—28 aðstoðarlæknar. Aðstoðarlæknafjöldinn er miðaður við fyrirhugaða niðurfellingu á kandidatsstöðum. Hér er einnig gert ráð fyrir því að spítalarnir verði opn- aðir fyrir sérfræðingum. Hin taflan var um sérfræðinga starfandi á Islandi og við nám erlendis. Samkvæmt henni eru 129 sérfræðingar hérlendis og í sérnámi erlendis eru 61. Árni taldi að þessar töl- ur væru ekki allskostar réttar. Það kom fram að enginn Islendingur er nú við sérnám í nokkrum undirstöðugrein- um læknisfræðinnar, t.d. meinefnafræði og sýklafræði. Lagði Á.B. áherzlu á að hér væri bráðra úrbóta þörf. Margar fleiri upplýsingar komu fram og að lok- um svaraði Árni Björnsson fjölda fyrir- spurna frá stúdentum. Symposium de ulcere peptico fór fram í F.L. 23.11. 1966. Revisor var Tómas Árni Jónasson, læknir. Þórir Dan Daní- elsson, I. hluta, lýsti anatomiu magans, en að því búnu kynnti fundarstjóri, Val- garður Egilsson, óvænt dagskráratriði. Óskar Halldórsson cand. mag. las kvæði kvöldsins „Rauða steininn“ eftir Guð- mund Böðvarsson, og var þakkað með dynjandi lófataki. Var nú aftur tekið til við magann og sagði Jóhann Guðmunds- son, I. hl., frá lífeðlisfræði hans, en Ein- ar Sindrason, II. hl., ræddi um meina- fræðina og sýndi myndir máli sinu til skýringar. Hlöður Freyr Bjarnason, III. hl., flutti ítarlegt erindi um einkenni og greiningu á ulcus pepticum og sýndi fjölda röntgenmynda. Páll Helgason, III. hl., talaði um meðferð sjúkdómsins og horfur. Revisor tók því næst til máls, og hældi mönnum, að vanda, fyrir erindin og' svaraði siðan fyrirspurnum. Á dagskrá var ennfremur kosning stúdentaskiptastjóra og var Páll Eiríks- son, II. hl., kjörinn til starfsins. Fund- arsókn var ágæt. íþróttaþáttur: Eins og alkunnugt er, sigruðu lækna- nemar í deildakeppninni í knattspyrnu haustið 1965. Skyldi þeim sigri nú fylgt eftir í ár og voru send 2 lið til leiks, i þeim tilgangi að hreppa bæði gull og silfur. Einhverra hluta vegna féllu þessir þungu málmar öðrum deildum í skaut og verður því ekki fjölyrt nánar um afrek okkar manna í knattspyrnuheiminum, að sinni. Nýlega hófst deildakeppnin í hand- knattleik innanhúss. Þegar síðast frétt- ist hafði lið læknanema skorað fjöld- ann allan af mörkum og er haft fyrir satt að sigurinn blasi við þeim, en hæ- verskunnar vegna munu hamingjuóskir bíða til næsta blaðs. Fyrir skömmu gekkst Fulltrúaráðið fyrir hraðskákmóti, en um þessar mundir er skákin þjóðaríþrótt lækna- stúdenta og jaðrar áhuginn, a.m.k. í III. hluta, við patologist ástand. Sigur- vegari í mótinu varð Ingólfur Hjalta- lín úr III. hluta. Innritunarfresti til prófa í janúar n. k. lauk 9. des. 1 læknadeild eru aðeins 2 stúdentar innritaðir í embættispróf,

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.