Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.11.1967, Blaðsíða 37
LÆKNANEMINN 38 niður kenndir, sem því cru eðlileg- ar. Þessi þvingun getur verið fólg- in í hvers konar hegðun foreldr- anna, og er ekki alltaf greinileg nein þvingun. Hinn fullorðni er kannski ósamkvæmur sjálfum sér, bannar eitt, sem er leyfilegt á morgun. Foreldrið gefur barninu kannski ekki tækifæri til að rann- saka, hvernig heimurinn er, barnsins er gætt úr hófi fram, það lærir ekki að taka afstöðu til hætt- anna í umhverfinu og verður á þann hátt of háð foreldrinu. Án banna eða þvingana beinir viður- kenning foreldranna hegðun barnsins í ákveðnar áttir. Ég ætla að taka fram, að öll þessi atriði koma meira og minna fram í upp- eldi barna, sem ekki verða sjúk; engum foreldrum tekst að vera fullkomin, hversu mikið sem þau reyna. Og að vissu marki skaðast börnin ekki. Það er líka full á- stæða til að taka fram, að börn eru ekki öll eins. Uppeldi, sem reynist ekki skaða eitt barn, get- ur komið þroska annars inn á rangar brautir. Sum börn eru við- kvæmari en önnur. Einnig ætla ég að taka fram, að sama barnið get- ur verið misjafnlega viðkvæmt. Á einu aldursskeiði á það erfitt með að taka skakkaföllum, sem ekki hafa áður orðið því til tjóns. Þeg- ar ég tala um skakkaföll, er bezt að taka fram, að það er ekki oft, sem börn verða beinlínis sjúk af einstökum atburðum, verða fyrir sjokki, eins og það er kallað. Engu síður er algengt, að í sjúkrasög- unni leggja aðstandendur ríka áherzlu á slíkt. En oftast tekst að koma auga á önnur atriði, sem benda til þess, að einkenni hafa verið komin fram, áður en barnið varð fyrir ,,sjokkinu“. En ekki er fyrir það að synja, að einstak- ir viðburðir geta í fáum tilfellum orðið barninu að varanlegu tjóni, og er það helzt að nefna, er barnið missir þá manneskju, sem það hef- ur verið sérstaklega bundið. Á ég þar við missi foreldris eða stað- gengils þess. Þegar einkenni nevrósu kemur fram í þeim mæli, að til vandræða horfir, er ekki ólíklegt, að á vegi fjölskyldunnar verði ýmsir aðilar, sem fúsir eru til að hjálpa. Hver sem aðilinn er, reynir hann að komast að samhengi málsins og skilja, hver sé orsök vandræðanna. Þá er ekki óalgengt, að auðvelt sé að koma auga á vandamál í um- hverfinu, sem gætu verið ástæðan til erfiðleikanna. Án þess að at- huga málið nánar kemst viðkom- andi gjarnan að þeirri niðurstöðu, að skýringin sé fengin. Oft fer þá svo, að sökin lendir á einum fjöl- skyldumeðlimi. Til er í málinu, að svo sé. En algengara er hitt, að barnið sé sá fjölskyldumeðlimur, sem neyðzt hefur til að bera sjúk- dómseinkenni heillar fjölskyldu, þ. e. að jafnvægisskortur innan fjöl- skyldunnar sé ástæðan til vand- ræðanna. Ég sagði, að sökin lendi á einum f jölskyldumeðlimi. Það er ástæða til að höggva í orðið sök. Það er vísast, að jafnvægisskorturinn sé ólán fyrir alla meðlimi fjölskyld- unnar. Og ég kveð ekki of sterkt að orði með því að segja, að eng- an langar til að gera barnið sitt taugaveiklað. En engu að síður rata margir í þá raun. Við vitum víst öll, að hinn gullni meðalvegur í barnauppeldi er vandþræddur. Fyrir tvö þúsund árum síðan sagði grískur heimspekingur: ,,Erfiðasta hlutverk, sem maðurinn getur tek- ið að sér, er barnauppeldi". Og hann hélt áfram: „Þegar það heppnast vel, er það mesta lífslán- ið, en þegar það misheppnast, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.