Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 41

Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 41
LÆKNANEMINN 37 til að geta gert grein fyrir þeim við rannsóknina og lítur þá á þau nýjum augum. Eins og ég hef hvað eftir annað drepið á, er barnið, sjálfur sjúkl- ingurinn, ekki tekið sem eining, heldur er reynt að komast að því, hvað sé á seyði innan fjölskyld- unnar. Þá kemur ósjaldan í ljós, að margir aðilar hafa fjölskyld- una í meðferð. Nefna má skóla, áfengisvarnir, barnavernd, geð- deildir, hegningarvaldið. Allir þess- ir aðilar vinna kannski starf sitt með ágætum, en stundum verður reyndin sú, að án samræmingar kraftanna verður starf þeirra árangurslítið. Oft tekst að svipta hvem einstakling einkennum um tíma, ekki sízt með innlagningu, en síðan er ekki sjaldgæft, að þeg- ar sjúklingurinn kemur aftur í sitt sjúka umhverfi og meðferð hættir, sækir allt í sama horfið. Þar er ég kominn að einu aðal- atriðinu í meðferð barnsins. Ef hægt er að komast hjá því að leggja barnið á sjúkrahús eða taka það að heiman á annan hátt, er sá kosturinn valinn að veita því meðferð og láta það búa heima hjá sér og ganga í skólann. Samtímis og barnið fær meðferð, er reynt að koma nýju og heppi- legra jafnvægi á innan fjölskyld- unnar. Bati barnsins verður var- anlegri og eðlilegri, ef það tekst. Þegar barnið breytir að einhverju leyti h'egðun, meðan á meðferð stendur, þarf það helzt að fá tæki- færi til að reyna hina nýju hegð- un í sínu eðlilega umhverfi, sem var hin raunverulega orsök þess, að hegðunin beindist inn í óhent- ugar brautir. En því miður eru mörg börn komin í slíka tilfinningasjálf- heldu, að ekki tekst að koma bata af stað, fyrr en þau eru komin að heiman. En þá má heldur ekki gleyma foreldrunum eða öðru um- hverfi. Þau þurfa líka að fá leið- sögn meðan á vistinni stendur. Þeim reynist oft hafa orðið slíkur léttir að því, að barnið er komið að heiman, að hægt er að hjálpa þeim til að líta barnið raunsærri og jákvæðari augum. Fram að þessu hefur mörgum þeim, sem hafa haft með erfið börn að gera, gleymzt að sinna foreldrunum, eða þeir hafa ekki haft aðstæður til þess. En bæði þeim, sem hafa gert ráðstafanirnar af hálfu bjóðfélags- ins, foreldrunum og ekki sízt sjálfu barninu, hafa orðið það sár von- brigði, þegar allt hefur sótt í sama horfið.jafnskjótt og heim var kom- ið. Það skal tekið fram, að ekki fer svo illa í öllum tilfellum, en hafa verður í huga, að svona getur far- ið. Samtímis því, að reynt er að bæta afstöðuna innan fjölskyld- unnar með samtölum við foreldr- ana, þarf oft að leita samvinnu við hinar ólíkustu stofnanir um að bæta félagslega aðstöðu fjölskyld- unnar. Skatturinn er kannski í óreiðu, húsnæðið lélegt, heppilega atvinnu vantar, svo að ég nefni nokkur atriði, sem til geta komið. En þá er komið að sjálfum bamageðdeildunum og lækninga- heimilunum og þeirri meðferð, sem fer fram á slíkum stofnunum. Þeim, sem ekki hafa fyrr kynnst slíkum stofnunum, koma þær stundum allframandlega fvrir sjónir. Nevrótísk börn fá þar sjaldan lyf. Það er á sama hátt og reynt er að hjálpa barninu í umhverfi sínu, hversu slæmt eða gott, sem það getur talizt. Eins er heppilegast, að barnið kynnist sjálfu sér og sínu hugarfari, eins og það er undir venjulegum kring- umstæðum, og vinni úr þeim nýju hliðum, sem það sér á sjálfu sér,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.