Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 44

Læknaneminn - 01.11.1967, Qupperneq 44
LÆKNANEMINN JfO lit til, hvaða atvinnu ég stunda, þá svara ég spurningunni játandi. En um leið tel ég rétt, að gerðar séu þær kröfur til mín, að ég geti rökstutt það álit mitt. Fyrst ætla ég að nefna það, sem er grundvöllur læknisþjónustu. Sjúklingurinn þjáist. En á mínu sviði er meðferðin ekki eingöngu fólgin í að firra hann þjáningunni, heldur að gera honum fært að fylla sess í þjóðfélaginu, og þar liggur lykillinn að öðrum röksemdum, sem styðja skoðun mína. Þó að það sé ekki höfuðatriðið í mínum augum, að þjóðfélagið fái fjár- hagslegan gróða af starfinu með taugaveikluð börn, þá eru það oft slíkar röksemdir, sem þjóðfélagið skilur bezt. Þessvegna ætla ég að víkja nokkrum orðum að þeirri hlið málsins, sem ég viðurkenni fúslega, að taka verður tillit til. Þegar barn á í slíkum vandræð- um með sjálft sig, að meðferðar er þörf, er, eins og ég hef áður sagt, meginhluta orku þess beitt á óhagkvæman hátt. Mikið af ork- unni fer í sjálft sálarstríðið. Það á venjulega í meiri eða minni vand- ræðum við nám sitt. Þau standa sig mun verr en greind þeirra gæti gefið tilefni til. Það er ekki aðeins á því sviði, heldur er það á flest- um sviðum, sem barnið á örðugt með að fá notið sín. Ef þetta barn fær ekki meðferð nógu fljótt, er eins líklegt, að hinn afbrigðilegi þroski þess verði til, að það fái ekki notið sín sem fullorðin mann- eskja. Mörg þeirra hafa það mikil einkenni, að vinna veitist þeim örðug eða ómöguleg, og þjóðfélag- ið missir af afrakstrinum. Og ekki aðeins það. Heldur má búast við, að þjóðfélagið þurfi að greiða með þessum einstaklingi til framfæris hans. Hann íþyngir sjúkrahúsum, og þar sem engan veginn er ólík- legt, að hann geti hneigzt inn á afbrotabraut, þarf þjóðfélagið einnig á annan hátt að bera kostn- aðinn af meðferð hans, í fangelsi. Sumir þessara einstaklinga hefðu, ef þeir hefðu fengið meðferð á barnsaldri, náð að þroskast eðli- lega og leggja sinn skerf til þjóð- félagsins í stað þess að íþyngja því. Starfið á sviði barnageðlækninga gefur, eins og fram hefur komið af þessum orðum, minnstan af- rakstur, meðan lækningin fer fram, heldur á fullorðinsárum sjúklinganna. Já, og möguleiki er einnig á, að árangur komi fram enn seinna eða á fullorðinsárum afkomenda hans. Því að möguleik- ar ættu að vera á því, að þroska- skilyrði barna hans batni svo mik- ið, að það geti forðað þeim frá vandræðum. Góðir lesendur. Ég hef í þessari grein sagt frá sitthverju um taugaveikluð börn, aðstæður þeirra og meðferð. Ég vona, að orð mín hafi orðið til, að einhverj- um sé eftir lesturinn Ijósara en áður, að sjúkdómur taugaveikluðu barnanna er ekki þeirra einkamál, heldur vandamál þjóðfélagsins í heild. Þeim, sem áhuga hafa á frekari upp- lýsingum um efni það, sem fjallað er um, skal bent á nokkrar grundvallar- bækur. 1. Anell, Anna-Lisa: Elementar barn- psykiatri, Stockholm, Svenska Bokförlaget, 1965. 2. Freud, Anna: Normalty and patho- logy in childhood, London, The Hogarth Press, 1966. 3. Kanner, Leo: Child Psychiatry, Ox- ford, Blackwell, 1957. 4. Lomholt, Margarethe: Borne- psykiatri. Kobenhavn, Rosenkilde og Bagger, 1967.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.