Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1967, Page 47

Læknaneminn - 01.11.1967, Page 47
LÆKNANEMINN J,8 anna sl. 10 ár í náinni samvinnu við fæðingar- og kvensjúkdóma- deildir, og er árangur hans bæði fróðleg og listræn túlkun á þróun fósturs í móðurkviði. Þessi bók væri sjálfsögð eign lesstofu I. hluta manna. „Bak við mig býður dauðinn ber hann í hendi styrki hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri." Því er þannig farið með lækna- nema sem aðra, að öllu má venj- ast. Sízt venjast þó líklega um- skipti þau, þegar lifandi líkami verður lík. En annar dauði verður oft á undan, og hann vill venjast og gleymast í dagsins önn þeim, sem geta staðið heilbrigðir inni í hvítum slopp. Það er hinn hæg- fara dauði sjúklings innan sjúkra- húsveggja frá degi til dags, þeg- ar hann fjarlægist lífið og þá, sem hann elskar, skynjar ef til vill, hvernig dauðinn smýgur, eins og óafvitandi, inn í veröld hans, og hvert látbragð læknisins er sem véfrétt, Tvær franskar konur hafa skrifað bækur um dauða ástvina. Bækurnar eru ólíkar að gerð, en báðar góðar, og skrifaðar af ein- lægni. Lærdómsrík lesning, eink- um fyrir þá, sem eiga að annast þá, sem bíða dauðans. Le temps d’un soupir. (No Long-er than a Sigh). Anne Philipe. Juilard Paris 1963. (frönsk útgáfa). (M. Joseph 1964 — 144 ísl. kr. ensk út- gáfa). 143 bls. í vasabókarbroti. Anne Philipe er mannfræðingur að mennt og var eiginkona franska leikarans Gérhard Philipe, en hann lézt úr ca. laryngis. Hún vissi um sjúkdóminn, áður en hann dó, duldi hann vitneskjunnar og laug að honum með vörum, augum og látbragði sínu öllu. Samband þeirra hafði verið mjög einlægt og hreinskilið, og þjáðist hún því meira fyrir þessa fyrstu ósann- sögli sína. Hún lék og þjáðist og teygaði návist hans, reyndi að skapa sér eyjur í tímanum, lá vak- andi, hlustaði á hann anda og rif j- aði upp atvik og myndir úr lífi þeirra. Bókin er hrífandi, skrifuð af konu, sem hefur misst það, sem hún elskaði heitast, og sorg henn- ar er mikil. Simone de Beauvoir. Une Mort trés douce. (A Very Easy Death). André Deutsch Ltd. Weidenfeld and Nicolson 1966 (ensk útgáfa) 106 bls. í meðalstóru broti, 171/25 ísl. kr. Simone de Beauvoir þarf ekki að kynna. Hún fjallar í þessari bók um dauða móður sinnar, sem dó úr illkynja sjúkdómi. Bókin er analytisk, skýr og einlæg. Rifj- ast þar upp ævi móðurinnar, mót- un og samband við umhverfi sitt og ástvini. Þrátt fyrir ólíka skan- gerð og lítil tilfinningatengsl milli móður og dóttur fær dauðinn mjög á Simone og brejrtir viðhorfi henn- ar til dauðans. Að lokum legg ég fyrir ykkur litla þraut: 1) Það eru 5 hús, hvert með sín- um lit, og í þeim búa menn af ólíkum þjóðernum, sem eiga ólík húsdýr, drykki og vindlinga. 2) Englendingurinn býr í rauða húsinu. 3) Spánverjinn á hundinn. 4) Það er drukkið kaffi í græna húsinu. 5) Ukrainumaðurinn drekkur te. 6) Græna húsið stendur hægra megin við hvíta húsið.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.