Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Side 26

Læknaneminn - 01.06.1975, Side 26
gleypla hefur áður verið lýst að nokkru (Lækna- neminn 2. tbl. marz 1974). Kleyfkjarna átfrumur myndast í beinmerg og er framleiðsla þeirra í heil- brigðum einstaklingi 8xl07 frumur á mínútu. Við- staða þeirra í blóðrásinni er aðeins 6-7 klst. og þær lifa líklega ekki lengur en 1-2 daga eftir að þær fara út úr henni. Kleyfkjarna átfrumur hafa því stutt æviskeið og þegar það er á enda runnið, taka vefja- gleypar sig til og snæða þær og melta. Kleyfkjarna átfrumur hafa yfirborðsviðtök fyrir gamma, Fc og C3 komplíment og frymi þeirra er þéttsetið melti- kornum (lysosomes). Atfrumur, sem ekki eru búnar innbyggðu, sér- hæfðu ónæmi, eru venjulega kallaðar ósérhæfðar hriffrumur. Þó ber að hafa í huga, að starf þeirra stjórnast að töluverðu leyti af efnum sérhæfða ó- næmiskerfisins (immune mediators). I fyrsta lagi dragast bæði vefjagleypar og kleyfakjarna átfrum- ur að togefnum (chemotactic factors), sem myndast við samtengingu mótefnavaka (antigen) og mótefna. I öðru lagi verður að opsóníera sjúkdómsvaldandi bakteríur, þ. e. húða þær með mótefni og C3 komplí- menti, áður en kleyfkjarna átfrumur geta snætt þær að marki (sjá mynd 1). Á sama hátt er sýklaát vefja- MVNP I. TVÍSKIPTING SÉRHÆFÐS ÓN/EMIS. VESSAMÖNDULL FRUMUMÖNDULL B-EITILFRUMA + KOMPLIMENT KLEYFKJARNA ÁTFRUMA T-EITIIFRUMA vefjagleypil: V MÓTEFNAVIOTAK (B) £ PYOOEN BAKTERÍA \ / MÓTEFNAVIÐTAK (T) M C3b Y MÓTEFNI WJ C 3 b VIÐTAK U FC VIÐTAK BAKT SEM AÐLAGAST GETUR LlFI INNAN FRUMA. (FAC. INTRACELL. BACT) gleypla háð því að sýkillinn sé gerður næmur („sensi- tífiseraður“) með venjulegum mótefnum, en öfugt við kleyfkjarna átfrumur er hæfni þeirra til að TAFLA I Möguleikar á sambandi hýsils og sníkils 1 Hýsillinn gerir út af við sníkilinn. 2 Hættulaust samlífi (Lcm í músum, herpes veirur í mönnum). 3 Hættulegt samlífi (langvinnar sýkingar) 4 Sníkillinn gerir út af við hýsilinn. snæða og drepa einnig aukin af ýmsum öðrum efn- um (lymphokines), sem T-eitiIfrumur framleiða. d) Sýklaát (phagocytosis) og sýkladráp átjrumna. Lítill vafi leikur á því að sumir hinna ósérhæfðu vessaþátta, sem að ofan eru nefndir, ásamt mótefna- vakinni komplímentmeltingu (lysis), geta drepið sýkla og komið á þann hátt í veg fyrir útbreiddar sýkingar. Þessir þættir eru e. t. v. sú hindrun, sem dugar gegn flestum sýklum. Hitt er aftur á móti ljóst, að þegar sýking hefur náð fótfestu er sýkladráp inn- an átfrumna mikilvægasta leiðin til útrýmingar sýkl- um. Þessu fyrirbæri má skipta í þrjá þætti í tímaröð: át, dráp, og meltingu. Átið (endocytosis) fer þann- ig fram, að sá hluti frumuhimnu átfrumunnar sem sýklar eru tengdir, hverfist inn í frumuna. Pokarnir sem þannig verða til og innihalda sýklana, losna brátt inn í frymið og verða að gleypikornum (pha- gosomes). Fljótlega eru gleypikornin umkringd meltikornum, sem tæma efnakljúfa sína inn í þau og renna reyndar saman við þau í eina heild (gleypi- meltinkorn). Nú er komið að þeim mikilvægu tíma- mótum, að sýklarnir annað tveggja, eru drepnir og meltir af efnakljúfum, eða hjara og hefja sníkju- líf í átfrumunni. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig átfrumum er gert kleyft að drepa sýkla. Likur benda til þess, að ýmsir sýkladrepandi þættir komist í gagnið við sam- runa gleypikorna og melikorna og vægi þeirra fari eftir eðli sýkilsins. Nýlegar rannsóknir benda enn- fremur til þess, að samstarf hinna ýmsu þátta sé stundum nauðsynlegt fyrir árangursríkt sýkladráp. 24 LÆKNANEMINN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.