Læknaneminn - 01.06.1975, Side 26
gleypla hefur áður verið lýst að nokkru (Lækna-
neminn 2. tbl. marz 1974). Kleyfkjarna átfrumur
myndast í beinmerg og er framleiðsla þeirra í heil-
brigðum einstaklingi 8xl07 frumur á mínútu. Við-
staða þeirra í blóðrásinni er aðeins 6-7 klst. og þær
lifa líklega ekki lengur en 1-2 daga eftir að þær fara
út úr henni. Kleyfkjarna átfrumur hafa því stutt
æviskeið og þegar það er á enda runnið, taka vefja-
gleypar sig til og snæða þær og melta. Kleyfkjarna
átfrumur hafa yfirborðsviðtök fyrir gamma, Fc og
C3 komplíment og frymi þeirra er þéttsetið melti-
kornum (lysosomes).
Atfrumur, sem ekki eru búnar innbyggðu, sér-
hæfðu ónæmi, eru venjulega kallaðar ósérhæfðar
hriffrumur. Þó ber að hafa í huga, að starf þeirra
stjórnast að töluverðu leyti af efnum sérhæfða ó-
næmiskerfisins (immune mediators). I fyrsta lagi
dragast bæði vefjagleypar og kleyfakjarna átfrum-
ur að togefnum (chemotactic factors), sem myndast
við samtengingu mótefnavaka (antigen) og mótefna.
I öðru lagi verður að opsóníera sjúkdómsvaldandi
bakteríur, þ. e. húða þær með mótefni og C3 komplí-
menti, áður en kleyfkjarna átfrumur geta snætt þær
að marki (sjá mynd 1). Á sama hátt er sýklaát vefja-
MVNP I. TVÍSKIPTING SÉRHÆFÐS ÓN/EMIS.
VESSAMÖNDULL
FRUMUMÖNDULL
B-EITILFRUMA
+ KOMPLIMENT
KLEYFKJARNA
ÁTFRUMA
T-EITIIFRUMA
vefjagleypil:
V MÓTEFNAVIOTAK (B) £ PYOOEN BAKTERÍA \ / MÓTEFNAVIÐTAK (T)
M C3b
Y MÓTEFNI
WJ C 3 b VIÐTAK
U FC VIÐTAK
BAKT SEM AÐLAGAST GETUR
LlFI INNAN FRUMA.
(FAC. INTRACELL. BACT)
gleypla háð því að sýkillinn sé gerður næmur („sensi-
tífiseraður“) með venjulegum mótefnum, en öfugt
við kleyfkjarna átfrumur er hæfni þeirra til að
TAFLA I
Möguleikar á sambandi hýsils og sníkils
1 Hýsillinn gerir út af við sníkilinn.
2 Hættulaust samlífi (Lcm í músum,
herpes veirur í mönnum).
3 Hættulegt samlífi (langvinnar sýkingar)
4 Sníkillinn gerir út af við hýsilinn.
snæða og drepa einnig aukin af ýmsum öðrum efn-
um (lymphokines), sem T-eitiIfrumur framleiða.
d) Sýklaát (phagocytosis) og sýkladráp átjrumna.
Lítill vafi leikur á því að sumir hinna ósérhæfðu
vessaþátta, sem að ofan eru nefndir, ásamt mótefna-
vakinni komplímentmeltingu (lysis), geta drepið
sýkla og komið á þann hátt í veg fyrir útbreiddar
sýkingar. Þessir þættir eru e. t. v. sú hindrun, sem
dugar gegn flestum sýklum. Hitt er aftur á móti ljóst,
að þegar sýking hefur náð fótfestu er sýkladráp inn-
an átfrumna mikilvægasta leiðin til útrýmingar sýkl-
um.
Þessu fyrirbæri má skipta í þrjá þætti í tímaröð:
át, dráp, og meltingu. Átið (endocytosis) fer þann-
ig fram, að sá hluti frumuhimnu átfrumunnar sem
sýklar eru tengdir, hverfist inn í frumuna. Pokarnir
sem þannig verða til og innihalda sýklana, losna
brátt inn í frymið og verða að gleypikornum (pha-
gosomes). Fljótlega eru gleypikornin umkringd
meltikornum, sem tæma efnakljúfa sína inn í þau
og renna reyndar saman við þau í eina heild (gleypi-
meltinkorn). Nú er komið að þeim mikilvægu tíma-
mótum, að sýklarnir annað tveggja, eru drepnir og
meltir af efnakljúfum, eða hjara og hefja sníkju-
líf í átfrumunni.
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig átfrumum er
gert kleyft að drepa sýkla. Likur benda til þess, að
ýmsir sýkladrepandi þættir komist í gagnið við sam-
runa gleypikorna og melikorna og vægi þeirra fari
eftir eðli sýkilsins. Nýlegar rannsóknir benda enn-
fremur til þess, að samstarf hinna ýmsu þátta sé
stundum nauðsynlegt fyrir árangursríkt sýkladráp.
24
LÆKNANEMINN