Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Page 35

Læknaneminn - 01.06.1975, Page 35
í 10 daga. Eftir viku frá meÖferð er þvag tekið til ræktunar. Einnig má nota Ampicillin kúr, en það er óþarflega dýrt. Eins og allir vita má aldrei nota detracyclin á meðgöngu vegna liinna óheillalvæn- legu áhrifa þess á beinvöxt og tennur. Ekki má held- ur nota Streptomycin eða Kanamycin vegna áhrifa þessara lyfja á 8. taug fóstursins. Lyfið Bactrim inni- heldur sulfamethoxazol og trimethoprim og er mik- ið notað við þvagfærasýkingar. Það má þó ekki nota það við þvagfærasýkingar hjá þunguðum konum, þar sem trimethoprim er folinsýruantagonisti. Hugs- anlegt er talið, að það hafi skaðleg áhrif á fóstrið. Sumir halda því fram, að ABU sjúklinga skuli með- höndla með sýklalyfjum allan meðgöngutímann14 °g aðrir eru þeirrar skoðunar, að þvagræktun skuli gerð við hverja komu í mæðraeftirlit.9 Enn er á i'uldu, hvort hinn aukni kostnaður, sem slíkt hefur í för með sér, vegi upp á móti því sem vinnst. Cystitis Blöðrubólgulík einkenni, þ. e. a. s. sviði við þvag- lát, tíð þvaglát og bráð þörf eru tiltölulega algeng a nreðgöngu. Hins vegar er erfitt að meta tíðni ó- svikinnar blöðrubólgu, þ. e. a. s. staðbundinnar sýk- íngar í þvagblöðru. Sviði við þvaglát getur stafað af urethritis eða candidiasis. Algengt er, að konur á fyrstu mánuðum meðgöngu svo og á síðasta mánuði ergi við þvaglátaerfiðleika að etja, einkum tíð þvag- lát. Þetta er nefnt vesica irritabilis og orsakast af aukinni fyrirferð legsins. Ekki er hægt að slá því föstu, að þvagfærasýking sé til staðar nema þvag- ræktun hafi verið jákvæð. Því miður er málum oft þannig háttað við þvagfærasýkingar, að tiltölulega l'till fjöldi sýkla finnst í þvaginu, þar eð þeir ná ekki að fjölga sér vegna hinna tíðu þvagláta, sem skola þeim út. Greiningin fæst þá með klinik, botn- fallsrannsókn og ræktun. Blöðrubólgu á ætíð að meðhöndla með viðeigandi sýklalyfi, þar sem sýk- lngm dreifist auðveldlega upp á við og getur orsak- að pyelonephritis. t*yelonephritis aeuta (PNA) Pyelonephritis með einkennum kemur fyrir hjá u- þ. b. 2% þungaðra kvenna. Greiningin er auðveld þegar sjúklingur hefur blöðrubólgulík einkenni, hroll, háan hita, lendarverki og bakeymsli yfir nýrna- stað. Þess ber þó að minnast, að eitt eða fleiri ein- kenni getur vantað og verður þá sjúkdómsmyndin óljósari. Pyelonephritis acuta getur jiannig eingöngu gefið sig til kynna sem blöðrubólga, hrollur eða hiti. Venjulega er pyelonephritis acuta beggja megin. Oft- ar eru þó einkennin meira frá hægra nýra, sennilega vegna þess, að legið lig'gur yfir til hægri og eykur þvagrennslistregðuna þeim megin. Pyelonephritis er algengastur á síðasta þriðjungi meðgöngu. Coli-form sýklastofnar eru helstu orsakir, þar að auki staph. aureus, proteus og pseudomonas. Ennfremur stuðlar eftirfarandi að pyelonephritis: ABU, útvíkkun þvagleiðara og nýrnaskála, þvagtregða (stasis), vesico-ureteral bakflæði, þögull pyelonephritis, van- skapanir nýrna og steinar. Greiningin er grunduð á kliniskri mynd ásamt þvagræktun, talningu sýkla og næmisprófi. Þess ber að gæta, að þvagræktun og botnfallsrannsókn gelur verið neikvæð fyrstu dag- ana sökum þess, að sýkingin er aflokuð. Sjúklinga með pyelonephritis acuta skal ávallt leggja inn á sjúkrahús og er þá einkum fóstrið haft í liuga. Mikil- vægt er að hefja meðferð fljótt. Ampicillin 500 mg x 4 í vikutíma, síðan 250 mg x 4 í vikutíma gefur góðan árangur. Fylgjast verður með þvagi á eftir. Á sumum spítulum í Svíþjóð er sjúklingnum gefnir stórir skammtar af BenzylPenicillini, 2,5 millj. ein- ingar x 2-3 ásamt Sulfa eða Nitrofuratoin.9 Þessi mikla Penicillin gjöf veldur það hárri concentrartion í þvagi, að sýkladrepandi verkun fæst á flesta gr. neikvæða stafi, enda þótt næmispróf in vitro séu neikvæð. Pyelonephritis ehronica (PNC) Andstætt sjúklingum með PNA hafa sjúklingar með chronisku myndina lítil eða engin einkenni frá þvagfærum. I helmingi tilfella er engin saga um blöðrubólgu eða PNA. Uppruni sjúkdómsins er ó- Ijós. Pre-eklampsia og eða ónóg fylgja (placenta insufficiens) flækja oft sjúkdómsmyndina og börnin fæðast lítil og lélt miðað við meðgöngu („small for dates“). Þar að auki getur sjúkdómurinn blossað upp á meðgöngunni. Þessum sjúklingum skal fylgt eftir á sérstökum deildum, alltaf í samráði við lyf- íæknaneminn 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.