Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1975, Side 53

Læknaneminn - 01.06.1975, Side 53
Æðaskoðun kviðarholslíffœra Pedro Riba, lceknir Stutt söffulofft ffiirlit Það var enskur læknir að nafni William Harvey sem snemma á 17. öld kom fyrstur manna fram meÖ Jjá fáheyrðu — og í |)á daga hættulegu - kenn- ingu að blóðið væri á hreyfingu og færðist aðeins i eina átt eftir æðunum. Hann skrifaði bók um at- huganir sínar, Excercitcitiones anatomicæ de motu cordis et sanguinis circulatione, sem út kom 1628. Hafði hann þá beðið í 10 ár með útgáfuna af ótta við rannsóknarréttinn, en margir mætir menn voru á þeim tímum brenndir á báli fyrir minna. Hollensk- ur læknir, Johannes van Horne, sem uppi var seint a sömu öld, það er í tíð Péturs mikla rússakeisara, er talinn fyrstur hafa gert æðar sýnilegar með því að sprauta rauðu litarefni í æð á framhandlegg. Hann bjó til nokkur sýni sem hann skoðaði í frumstæðri smásjá, og þegar hann sá það sem fyrir augu bar hrópaði hann í hrifningu sinni: „Líkaminn er bara eintómar æðar!“ Þó sá hann ekki nema lítinn hluta raunveruleikans. Sagan hermir að Pétur mikli Rússlandskeisari sem var á ferð í Hollandi, hafi haft spurnir af þess- um sýnum, kvatt van Horne á sinn fund, skoðað sýnin og orðið svo hrifinn af þeim að hann kevpti þau og bað van IJorne að senda þau lil Rússlands. En þegar þangað kom voru sýnin ónýt vegna þess að skipshöfnin hafði drukkið allan vínandann sem þau voru geymd í, en það er önnur saga. Þessar upp- gotvanir voru ekki í hávegum hafðar og féllu því fljótt í gleymsku. Ahuginn á æðakerfinu vaknaði aftur á seinni hluta 19. aldar, en þá var farið að nota alls konar efni, svo sem krít, baríum, natríum, brómíð etc. til að sprauta í æð. Það liðu ekki nema Jsrír mánuðir frá uppgötvun hinna ósýnilegu geisla, röntgengeisl- anna, 1895, þangað til fyrsta röntgenmyndin af æð- um, fylltum skuggaefni, var gerð í Vínarborg. Tveiri Vínarbúar, læknar, sprautuðu krítarupplausn í æð á afskornum lim. Fyrsta æðaskoðun (angiographia) á nýra birtist 1896 í Englandi, en fyrsta útlima an- giographia in vivo var gerð í kringum 1924. Margir hafa síðan lagt hönd á plóginn, bæði til þess að end- urbæta tækni og ekki síður til að leita betri og minna skaðlegra efna sem unnt væri að dæla inn í mann- skepnuna. A árunum 1921-1940 ber þar hæst þrjá portúgala, þá Egas Moniz, Dos Santos og Pereira Caldas. Fram til 1942 voru allar æðaskoðanir gerð- ar með beinni ástungu eða frílagningu. Fyrstu Jjræð- ingu með frílagningu gerði Farinas 1941, en fyrsta selectiva þræðing með frílagningu var gerð 1947 á röntgendeildinni við Lasarettet í Lundi. Þegar percutanjrræðing kemur til sögunnar 1953, tekur æðaskoðunarfræðin langt stökk og skipar sér á bekk þroskaðra rannsóknaaðferða læknisfræðinn- ar. Svíarnir Seldinger og Odmann eiga allan heiður af Jreirri aðferð. Með aðferð Seldingers, það er per- cutan-þræðingu gegnum arteria femoralis í nára, er unnt að ná til allra helstu æðastofna líkamans, frá hvirfli til ilja. Rannsóknir á æðum innyfla, visceral angiographia, njóta einnig góðs af þessari grein- ingaraðferð og þróunin á því sviði hefur verið mjög ör, bæði vegna betri og öruggari tækjabúnaðar, meðfærilegri kerra (cathetra) til þræðingar, skað- minni skuggaefna til innspýtingar í æð, og síðast en ekki síst vegna vaxandi Jrekkingar á æðakerfi kvið- arholslíffæranna, en slíkt er að sjálfsögðu nauðsyn- legur grundvöllur undir rétta túlkun og greiningu á sjúklegum breytingum. Hér á eftir skal drepið á helstu ástæðurnar lil að beitt er æðaskoðun í kviðarholi. Þótt stiklað sé á stóru hafa vonandi einhverjir gagn og gaman af. Æðakerfið Með því að gera æðar sýnilegar má fá nákvæma mynd af heilbrigðu og sjúku æðakerfi, en það er LÆKNANEMINN 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.