Læknaneminn - 01.06.1975, Síða 68
Blóðbankastarfsemi og blóðgjafir
Ólafur Densson, lœknir
Blóð og blóðhlutar eru mikið notaðir og í vaxandi
mæli á síðustu árum við lækningar á sjúkrahúsum.
Þessi mikla notkun gerir sífellt meiri kröfur til
blóðbankastarfseminnar. Samtímis því að meira þarf
að safna af blóði, þarf oftar að gera nákvæmari og
víðtækari athuganir á erfðaeiginleikum blóðsins,
bæði frá blóðgjafa og blóðþega í seinni tíð og vanda
til samræmingarprófa (krossprófa); gera þarf full-
komnari forrannsóknir á blóðgjöfum og kappkosta
að nota svo örugg skrásetningarkerfi, sem mögulegt
er. Vinnsla á einstökum þáttum blóðsins, þ. e. a. s.
einangrun blóðhluta til nákvæmari notkunar sam-
kvæmt sérþörfum hvers sjúklings hefur farið ört
vaxandi á síðustu árum með tilkomu plastpokanna.
Þessi mikla notkun blóðs til lækninga gerir jafn-
framt kröfur til starfsliðs sjúkrahúsanna, sem á hluta
að máli í sambandi við blóðgjafir: Lækna, sem á-
kveða blóð- eða blóðhluta meðferð, kandidata,
læknanema og hjúkrunarkvenna, sem sinna eiga
framkvæmdaratriðum vegna blóðgjafa. Sendifólk,
sem flytur sýni og blóðskammta, þarf eins og allir
aðrir sem hlut eiga að máli, að vera vandanum vax-
ið, svo að öryggi verði sem best tryggt.
Til að þetta starf geti farið sem best úr hendi,
bæði í Blóðbankanum og á sjúkrahúsinu, þarf að
skipuleggja starfsemina þannig, að nægilegur tími
og fyrirvari sé ætlaður sem flestum viðfangsefnum.
Með þeim hætti nást bestu vinnugæði, öryggi og af-
köst á eðlilegum vinnutíma þess starfsfólks, sem hlut
á að máli.
Lftan venjulegs vinnutíma eru gerðar ráðstafanir
til að sinna neyðartilfellum með vaktavinnu.
( »1 hlóðflokhanir
Sé óskað blóðflokkagreiningar hjá sjúklingi, ber
að framkvæma það svo fljótt í legu sjúklings sem
unnt er. Með því vinnst tími og öryggi verður meira.
Á deildum, þar sem stór hluti sjúklinganna er
líklegur til að þarfnast blóðgjafar fyrr eða seinna
í sinni legu, er rétt að senda sýni til blóðflokkagrein-
ingar fljótlega eftir vistun á sjúkrahúsinu. Þessi
regla á sérstaklega við handlæknadeildir og kven-
sjúkdómadeildir. Þess ber og að minnast sérstaklega
í sambandi við lyfjadeildarsjúklinga, sem greindir
eru með alvarlega sjúkdóma, sem líkur eru til að
hafi í för með sér miklar og langvinnar blóð- eða
blóðhlutagjafir, að þeir þurfa að blóðflokkast ítar-
lega (fullflokkast), strax og sjúkdómsgreiningin er
fengin og áður en blóðgjafa meðferð er hafin.
Blóðflokkagreining felur í sér venjulega: ABO og
Rh blóðflokkakerfi og skyggnipróf á óvenjulegum
mótefnum í blóðvökva, þ. e. a. s. mótefnum utan
ABO-kerfisins.
Litmerki blóðflokkanna eru:
Flokkur 0: Grænt
Flokkur A: Rautt
Flokkur B: Blátt
Flokkur A B: Gult
Hraðflokkun blóðs
Sé sjúklingur í bráðri lífshættu vegna blóðmissis,
er tafaminnst að hafa samband við Blóðbankann
símleiðis og ákveða hve mikinn tíma blóðflokkun
og krosspróf má taka, svo öryggi sjúklingsins verði
tryggt. Ösk um hraðflokkun á blóði skal auðkennd:
1) Með mesta hraða
2) Eftir 20 mínútur
3) Eftir l-þ^ klukkustund
Sifiii til hlóóflokkn»iar
I merkt glas án andstorkuefna er tekið ca. 8 ml. af
blóði. Frá börnum yngri en % árs 12-15 dropar í
56
LÆKNANEMINN