Læknaneminn - 01.06.1975, Blaðsíða 76
Vegna þess að árangur lyflæknismeðferðar við
magasári má teljast lélegur, sýnist æskilegt að geta
Loðið sjúklingunum árangursríka og hættulitla
skurðaðgerð við magasári þegar snemma á ferli
sjúkdómsins, þ. e. margir þjást verulega af sjúk-
dómnum um árabil að öðrum kosti. Þegar þess er
gætt að skurðaðgerðir við magasári hafa verið um
hönd hafðar áratugum saman, er ekki að ófyrir-
synju að spurt sé eftirfarandi spurninga:
a) Hvort hafa þær skurðaðgerðir, sem hingað til
hefur verið völ á, megnað að lækna sjúkdóminn
án þess að því fylgdi lífshætta um of eða hætta á
fylgikvillum?
b) Er ein aðgerð öðrum fremri að þessu leyti?
c) Henta aðgerðirnar jafn vel ólíkum hópum sjúkl-
inga, eða sé svo ekki, er þá unnt að sjá fyrir,
hver þeirra henti ákveðnum sjúklingi bezt?
Aður en lengra er haldið má teljast nauðsynlegt að rifja
upp nokkur grundvallaratriði í anatomi og fysiologi magans
og patofysiologi magasárs og skurðaðgerða á maga. Neðsti
hluti ösofagus er hið subdiafragmatiska eða abdominala seg-
ment, sem er u. þ. b. 10 cm langt þegar teygt er á því. Mót
ösofagus og maga nefnast kardia. Osofagus opnast þar ská-
hallt inn í magann og myndast hvasst horn milli vinstra
veggs ösofagus og fundushluta magans og er nefnt kardia-
horn, „angle of His“. I kardia situr sphinkter sem greina má
með fysiologiskum aðferðum sem háþrýstisvæði í saman-
burði við þrýsting í ösofagus fyrir ofan og fundushluta mag-
ans fyrir neðan. Þessi sphinkter verður ekki greindur ana-
tomiskt sem sérstök þykknun á hringvöðvalagi líffæranna á
sama hátt og pylorusphinkterinn er augljós einnig anatom-
iskt. Maginn greinist í fundus, korpus og antrum. I korpus-
hlutanum sitja þeir kirtlar sem framleiða saltsýru og pepsin
en þær frumur eru kallaðar parietalfrumur sem framleiða
saltsýruna, en aðalfrumur (chief cells) sem mynda pepsin. I
antrumhluta magans myndast ekki saltsýra eða pepsin. Hins
vegar sitja í slímhúðinni þar frumur, sem mynda hormonið
Gastrin, sem er annar aðalþáttur í örvunarkerfi saltsýru-
myndunar frá korpushluta slímhúðarinnar. Yfirborðsþekjan
í öllum maganum myndar slím, en það á þátt í vernd maga-
slímhúðarinnar gegn mekaniskum áverka frá fæðunni, þótt
sýrueyðandi eiginleikar þess séu óverulegir. Stærð magans
er mismunandi hjá ólíkum einstaklingum og með því fjöldi
parietalfruma og hæfni til framieiðslu saltsúrs magasafa.
Hlutfallsleg stærð antrums er einnig mjög mismunandi,
einkum nær það mismunandi hátt upp eftir kurvatura minor.
Unnt er að ákvarða mörk saltsúrrar korpusslímhúðar og neu-
tral (alkaliskrar) antrumslímhúðar með allmikilli nákvæmni,
t. d. með pH elektroðu, sem rennt er niður í magann, eða með
litunaraðferðum með indikatorlit, t. d. Kongorauðu á pappír
eða dufti, eftir örvun til sýrumyndunar með innspýtingu á
histamini eða pentagastrini. Mcð histologiskum aðferðum er
aðgreining korpus og antrumslímhúðar að sjálfsögðu auðveld.
Antrumlík slímhúð er einnig til staðar í efstu 1-2 cm slím-
húðarinnar í bulbus duodeni.
Vagustaugarnar eru 2, hægri og vinstri, en á abdominala
segmenti ösofagus kallast þær aftari (hægri) og fremri
(vinstri) og kemur það af snúningi abdominala hluta trak-
tus intestinalis rangsælis um 90° í fósturlífinu, en það á-
stand helst eftir fæðinguna ef allt er eðlilegt. Um 90% þráð-
anna í vagusstofnunum eru afferent þræðir. Fremri vagus-
stofninn greinist á abdominala segmenti ösofagus nokkru of-
an kardia í 2 aðal framhaldsgreinar: Latarjet’s taug og ra-
mus hepatikus. Hinn síðarnefndi myndar eins konar plexus
eða venjulega nokkrar samsíða greinar sem ganga sem
knippi tauga til hægri milli blaða omentum minus yfir að
hilus lifrarinnar og innervera lifur og gallvegi. Frá þessum
plexus gengur grönn grein kaudalt í pars flaccida eða hægra
megin við þann hluta omentum minus í áttina að pylorus.
Þýðing þessarar greinar er óþekkt. Hin aðalframhaldsgrein
fremra vagusstofnsins er fremri Latarjet’s taug, sem gengur
distalt samsíða arteria koronaria ventrikuli undir fremra
blaði omentum minus og endar í svokölluðum „krákufæti" á
efsta hluta antrums. I þessari grein liggja motoriskir þræðir
Myndl. Uppdráttur aj fremri vagustaug meS greinum. (Ejtir
J. C. Golligher, British Journal of Surgery, vol. 61, 1974, 337
-345).
til antrumveggjarins. Þessi antrumtaug er kennd við Latar-
jet, franskan anatom og kirurg, sem árið 1922 skrifaði merka
grein um vagusanatomi og vagotomi. Frá Latarjet’s taug
ganga fjölmargar smágreinar ásamt með segmentæðum frá
arteria koronaria ventrikuli inn á kurvatura minor magans.
Þær eru einkar þétt saman efst og ganga þar frá efsta hluta
Latarjet’s taugar, neðsta hluta vagusstofnsins og greiningar-
stað hans og liggja þar þétt að ösufagus á kardiasvæðinu og
64
LÆKNANEMINN